Sveitarfélögin á Suðurlandi setja farsæld barna í forgang
Sögulegur áfangi náðist á ársþingi samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) en öll 15 sveitarfélögin í landshlutanum ásamt öllum þjónustuveitendum sem vinna að málefnum barna á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Suðurlands. Þetta er í fyrsta sinn sem öll sveitarfélögin sameinast með þessum hætti um að setja velferð barna í forgang.
29.10.2025
Fréttir