- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.
Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1. Fundargerð 133. fundar byggðarráðs 24.07.14 Samþykkt.
2. Fundargerð 134. fundar byggðarráðs 28.08.14 Samþykkt
Samþykkt að mynda starfshóp til að bera saman kosti í fjarskiptum í dreifbýli.
Eftirtaldir skipaðir í starfshópinn: Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Guðmundur Jónsson og
Jón Örn Ólafsson.
3. Samkomulag við Neyðarlínuna vegna lóðar við Þórólfsfell. Samþykkt samhljóða.
4. Breyting á samþykkt um kjör fulltrúa Rangárþings eystra.
Tillaga að auknu starfshlutfalli oddvita Rangárþings eystra:
Sveitarstjórn gerir tillögu að því að starfshlutfall oddvita hækki úr 30 % í 40% . Á móti kemur að oddviti þiggur ekki laun fyrir aukafundi sem hann sækir sbr. 2.gr og 3. gr. samþykkta um aukafundi sveitarstjórnarmanna. Einnig mun hann hafa fasta viðveru á skrifstofu sveitarfélagsins skv. auglýstum viðverutíma. Laun skulu miðast við grunnlaun sveitarstjóra.
Rökstuðningur:
Störf sveitarstjórnarmanna eru sífellt umfangsmeiri. Mörg sveitarfélög hafa farið þessa leið og hefur það þótt takast vel. Fundarsetur og störf oddvita fara að mestu leiti fram á almennum vinnutíma og því nánast ógerningur að sinna öðrum launuðum störfum í fullu stöðugildi samhliða.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum LE, IGP, BB og ARÁ og þrír sitja hjá GJ, KÞ og BAT.
Kristín Þórðardóttir benti á að samþykkja þarf viðauka við fjárhagsáætlun vegna þeirra auknu útgjalda sem samþykkt tillögunnar felur í sér.
Tillaga v. aukafunda:
3 gr. út fellur „ takmörk er á þessum lið þannig að hver sveitarstjórnarmaður fari að hámarki á 12 aukafundi á ári“. – Þessi klásúla var felld út úr samþykktum – en hélst inni þegar samþykktirnar voru settar inn á heimasíðu. ( var í 5. gr. í fyrri umræðu).
Samþykkt með fjórum atkvæðum LE, IGP, BB og ARÁ, tveir á móti KÞ og BAT og GJ situr hjá.
Breytingartillaga fulltrúa L-lista við 4. lið á dagskrá sveitarstjórnarfundar þann 4. september 2014
Lagt er til að eftirfarandi málsgrein verði bætt við í lok 1. gr. samþykkta um kjör kjörinna fulltrúa í Rangárþingi eystra og greiðslur fyrir nefndarstörf:
Ef sveitarstjórnarmaður er jafnframt ráðinn sem framkvæmdarstjóri sveitarfélags skal hann ekki þiggja þóknun fyrir nefnda- og fundarsetur á vinnutíma. Fyrir nefnda- og fundarsetur utan reglulegs vinnutíma á hann rétt á nefndarlaunum eins og aðrir nefndarmenn, en þó aldrei hærri en kr. 30.000,- á mánuði.
Greinargerð
Í þeim tilfellum sem sveitarstjórnarfulltrúi er jafnframt ráðinn framkvæmdarstjóri sveitarfélags þykir rétt að taka það fram að hann þiggi ekki sérstaklega laun fyrir funda- og nefndarsetur á reglulegum vinnutíma og þar af leiðandi sé hann að þiggja tvöföld laun við fundar- og nefndarsetur á vegum sveitarstjórnar.
Gert er ráð fyrir því í ráðningarsamning sveitarstjóra að hluta vinnu sinnar vinni hann utan reglulegs vinnutíma og því er gert ráð fyrir því að laun vegna nefnda- og fundarsetu utan vinnutíma verði sett hámark.
Breytingartillagan er felld með fjórum atkvæðum LE, IGP, BB og ARÁ, þrír samþykktu breytingartillöguna GJ, KÞ og BAT.
5. Breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra:
Gerðar eru breytingar á B lið 49. gr. sem fjallar um nefndir sem kjörnar eru til fjögurra ára og eru eftirfarandi:
Fagráð Söguseturs. Þrír aðalmenn og þrír varamenn.
Fjallskilanefnd Fljótshlíðar: Einn aðalmaður og einn varamaður sbr. fjallskilareglugerð.
Fjallskilanend V-Eyjafjalla: Tveir aðalmenn og tveir til vara sbr. fjallskilareglugerð.
Markaðs- og atvinnumálanefnd: Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara sbr. erindisbréf.
Menningarnefnd: Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara sbr. erindisbréf.
Skipulagsnefnd Rangárþings eystra. Fimm aðalmenn og fimm til vara skv. 3. mgr. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Einnig er gerð breyting á C lið 49 gr. varðandi kosningu til fjögurra ára í samstarfsráð, nefndir og stjórnir:
Sameiginleg félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna.
Stjórn félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna bs.
Breytingarnar samþykktar samhljóða.
6. Drög að erindisbréfum: landbúnaðarnefndar, jafnréttisnefndar, orku- og veitunefndar, heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar, fræðslunefndar, markaðs- og atvinnumálanefndar, samgöngu- og umferðarnefndar, velferðarnefndar, umhverfis- og náttúruverndarnefndar, skipulagsnefndar og menningarnefndar.
Samþykkt að vísa drögum að erindisbréfum til framangreindra nefnda til umsagna.
7. Tillaga að breytingu gjaldskrár um gatnagerðargjald.
Í samþykktum um gatnagerðargjöld í Rangárþingi eystra frá 7. september 2007 7. gr. við hana bætist: „Sveitarstjórn getur veitt greiðslufrest á gatnagerðargjaldi samkvæmt sérstökum greiðslusamningi sem kveður á um skilmála og greiðslukjör „ sbr. samþykkt byggðarráðs frá 25. ágúst s.l.
Tillagan samþykkt samhljóða.
8. Tillaga vegna rekstrarleigubíls fyrir skrifstofu Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að ganga til samninga við Bílaleigu Akureyrar, Höldur vegna rekstrarleigu á bifreið til afnota á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða bifreið af gerðinni Skoda Oktavia, dísel árgerð 2013, eða sambærilega bifreið – leigutími er 12 mánuðir. Leiguverð er um kr. 128.283 – (25.000km) eða kr. 118.700,- (20.000 km)
Þegar rekstrarleigubifreið hefur verið tekin á leigu falla niður fastar greiðslur til sveitarstjóra vegna afnota af eigin bifreið samkvæmt ráðningarsamningi. Einnig skal kappkosta að nýta bifreiðina fyrir aðra starfsmenn skrifstofu- eða sveitarstjórnarmenn þegar það á við o.s.frv. Sveitarstjóri hefur umsjón með bifreiðinni og stýrir notkun hennar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Bókun D og L lista.
D-listi og L-listi fagna því að aksturskostnaður sveitarstjóra hefur verið tekinn til endurskoðunar í kjölfar breytingartillögu fulltrúa D-lista og L-lista á síðasta sveitarstjórnarfundi og lögð er áhersla á að gengið verði frá leigu á bíl hið fyrsta enda sparnaður sem af því hlýst mikill.
Fulltrúar meirihluta B-lista vilja taka fram að í ráðningarferli sveitarstjóra var tekið fram að þessi leið yrði farin.
9. Breytingatillaga v. fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þ.e. að Lilja Einarsdóttir verði aðalfulltrúi og Ísólfur Gylfi Pálmason, varafulltrúi.
Samþykkt samhljóða.
10. Jón Björnsson, forstjóri sagði frá hugmyndum varðandi verslunarrekstur á staðnum.
11. Sigurður Hróarsson kynnir starfssemi Sögusetursins. Þessum lið frestað.
12. 24. fundur skipulagsnefndar 28.08.14
SKIPULAGSMÁL
1403016 Hvolsvöllur – Aðalskipulagsbreyting vegna eldfjallaseturs
Tillagan tekur til breytinga á miðsvæði Hvolsvallar. Miðsvæði (M2) verður stækkað til norðvesturs um 4,5 ha. Svæðið sem stækkunin nær til var áður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota/íþróttasvæði (O/Í) og landbúnaðarsvæði (L), sem minnka að sama skapi. Stækkun miðsvæðis nær inn fyrir veghelgunarsvæði þjóðvegar í samræmi við fyrirhugaðar breytingar í heildarendurskoðun aðalskipulagsins, sem nú stendur yfir. Í þeirri endurskoðun eru þéttbýlismörk skilgrein og skipulagssvæðið er innan þeirra marka. Skilgreindri gönguleið á svæðinu er breytt. Aðrar breytingar verða ekki á landnotkun. Með tillögunni er stutt við fyrirhugaða byggingu upplifunar- og fræðslumiðstöðvar sem helguð verður eldstöðvum á Suðurlandi, auk frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu til framtíðar.
Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnafrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2014. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og eftir yfirferð Skipulagsstofnunnar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
1403017 Hvolsvöllur – Deiliskipulag vegna eldfjallaseturs
Tilefni skipulagsins er uppbygging IVEC, Icelandic Volcano an Earthquake Center, í miðbæ Hvolsvallar, en IVEC er vinnuheiti yfir miðstöð fræðslu, upplýsinga og upplifunar tengda eldfjöllum. Sérstök áhersla er á megineldstöðvar sem eru í nágrenni við og sjónrænt tengdar Hvolsvelli. Fyrirhuguð uppbygging IVEC er hluti af eflingu menningar- og náttúrutengdri ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra, auk þess að styrkja skilgreint miðsvæði Hvolsvallar. Meginmarkmið með gerð tillögunnar er að skilgreina lóðir, byggingarreiti og setja skilmála fyrir upplifunar- upplýsingahluta IVEC, ásamt hóteli. Stærð skipulagssvæðisins er um 4,5 ha. og er aðkoma frá Þjóðvegi 1 og Hvolsvegi. Gert er ráð fyrir tveimur lóðum, annarsvegar 27.005m² lóð fyrir fyrir IVEC með leyfilegu byggingarmagni allt að 5000m² og hinsvegar 18.291m² lóð fyrir fyrirhugaða hótelbyggingu með leyfilegu byggingarmagni allt að 5000m².
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagsbreytingu fyrir umrætt svæði sem auglýst verður samhliða tillögunni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun miðbæjarskipulags Hvolsvallar í heild sem allra fyrst. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir skóla og íþróttasvæði Hvolsvallar. Umrædd svæði liggja að þeim reit sem nú er verið að skipuleggja og er því mikilvægt að gott samræmi og flæði verði á milli þessara reita.
Samþykkt samhljóða.
1408012 Erindi vegna óskráðra frístundahúsa í Rangárþingi eystra
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram að skráningu og leyfisumsóknum óskráðra frístundahúsa í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
1408021 Sólheimar – Samruni lóða
Helgi Ingvarsson kt. 261138-7869, óskar eftir því að lóðirnar Sólheimar ln. 164188 og Gata lóð ln.195219 verði sameinaðar skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 17. október 2013. Eftir sameiningu verður lóðin Sólheimar ln. 164188, 4,9 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samruna lóðanna.
Samþykkt samhljóða.
1408022 Glæsistaðir – Umsókn um stöðuleyfi fyrir húsi í byggingu
Sigurður Rúnarsson kt. 080555-2889, sækir um stöðuleyfi fyrir sumarhúsi í byggingu að Glæsistöðum. Um er að ræða sumarhús sem verður flutt á tilbúnar undirstöður í Álftagróf í Mýrdalshrepp.
Samþykki landeiganda liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs.
Samþykkt samhljóða.
14. Breytingartillaga D-lista við samþykkt um gatnagerðargjöld.
Við fulltrúar D-lista leggjum til eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir á grundvelli 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Rangárþingi eystra eftirfarandi tillögu:
Veita skal 50% afslátt af gatnagerðargjaldi af lóðum við tilbúnar götur á Hvolsvelli, þar sem lagningu fráveitu og gatnaframkvæmd er lokið að stærstum hluta. Ákvörðunin gildir fyrir gatnagerðargjald lóða sem úthlutað verður á tímabilinu 1. október 2014 – 31. desember 2015.
Sé sótt um sérstakan greiðslufrest í samræmi við 7. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Rangárþingi eystra, gilda afsláttarreglur þessar ekki.
Jafnframt er lagt til, að sveitarstjórn feli skipulagsnefnd að leggja mat á núgildandi deiliskipulag við Hvolstún með tilliti til íbúðamagns á skipulagsreitnum.
Greinargerð:
Samkvæmt heimild í 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld er sveitarstjórn heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, lítillar ásóknar í viðkomandi lóð eða eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.
Enn er óúthluað um 14 lóðum við Hvolstún og 15 iðnaðarlóðum við Ormsvöll og Dufþaksbraut. Ljóst að ákveðið hagræði hlýst af því fyrir sveitarsjóð að þétta þá byggð sem fyrir er. Enn er mikil eftirspurn eftir húsnæði í sveitarfélaginu, en aðgangur að lánsfjármagni er ekki jafn greiður og hann var fyrir „hrun“. Því er mikilvægt að koma til móts við húsbyggendur og mynda hvata til framkvæmda. Sveitarstjórn telur rétt að kanna hvort hægt sé að fjölga íbúðum á þeim byggingarreitum sem þegar eru skipulagðir við Hvolstún og að þannig gefist tækifæri til að byggja smærri íbúðir sem betur henta til dæmis ungu fólki og þeim sem vilja minnka við sig. Væri slík stefnubreyting í góðu samræmi við þær umræður sem eru áberandi, um að minni íbúðir séu það sem markaðurinn kallar helst eftir.
Hvolsvelli, 1. september 2014
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Samþykkt að afgreiðslu tillögunnar verði frestað og henni vísað til umsagnar
skipulagsnefndar.
15. Tillaga D-lista um stofnun fjölmenningarráðs.
Fulltrúar D-lista leggja til að stofnað verði fjölmenningarráð, sem skipað verði þremur íbúum sveitarfélagsins af erlendu bergi brotnum. Hver framboðslisti tilnefni einn fulltrúa. Ráðið verði vettvangur fyrir hugmyndir, ábendingar og áherslur í samfélagsmálum. Fundargerðir ráðsins verða lagðar fyrir reglulega sveitarstjórnarfundi til staðfestingar.
Greinargerð:
Á síðasta kjörtímabili var ráðinn þjónustufulltrúi innflytjenda að fyrirmynd meistaraverkefnis Birnu Sigurðardóttur um innflytjendamál sem bar nafnið „Eitt samfélag í orði og á borði.“ Ljóst þykir að mikil eftirspurn er eftir þjónustu sem þessari. Hins vegar teljum við mikilvægt að skapaður verði vettvangur fyrir áhugasama einstaklinga til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og stuðla þannig að fjölbreyttu og samheldnu samfélagi. Fjölmenningarráð er kjörinn vettvangur til slíks.
Hvolsvelli, 1. september 2014
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Samþykkt að fresta afgreiðslu tillögunnar og vísa henni til velferðarnefndar til umfjöllunar.
16. Tillaga D-lista um stefnumótunarvinnu í sorpmálum sveitarfélagsins.
Fulltrúar D-lista leggja til að umhverfisnefnd verði falið að marka framtíðarsýn í sorpmálum í sveitarfélaginu. Nefndin skal meta það fyrirkomulag sem nú er við lýði, leggja mat á reynsluna af því og koma með tillögur til úrbóta. Sveitarstjóri og formaður stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. verði nefndinni innan handar við upplýsingaöflun og fleira.
Nefndin skili afrakstri sínum eigi síðar en 1. mars 2015.
Greinargerð:
Engum hefur dulist að mikil óánægja er meðal íbúa dreifbýlisins vegna þeirra breytinga sem urðu á sorphirðu á síðasta kjörtímabili. Ljóst er að ekki hefur öllum fyrirætlunum samkvæmt núverandi stefnu verið hrint í framkvæmd og þykir því enn ráðrúm til að staldra við og endurmeta stöðuna í ljósi reynslu síðustu ára og nýjustu þróunar á þessu sviði.
Hvolsvelli, 1. september 2014
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Tillagan samþykkt samhljóða.
17. Tillaga D-lista um lækkun leikskólagjalda.
Sveitarstjórn samþykkir að leikskólagjöld á Leikskólanum Örk verði lækkuð sem nemi 10% frá og með 1. október 2014. Komið verði til móts við áætlað tekjutap sem lækkunin nemur með endurskoðun á b- og c-lið 4. gr. ráðningarsamnings sveitarstjóra, líkt og ákveðið var á sveitarstjórnarfundi þann 26. júní s.l., í þá veru að lækka bifreiðakostnað sveitarstjóra.
Greinargerð:
Miðað við ársreikning fyrir árið 2013 námu tekjur vegna greiðslu foreldra á vistunargjöldum um 21 milljón. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að stuðla að lækkun gjalda á fjölskyldufólk og auka þar með ráðstöfunartekjur fjölskyldna í sveitarfélaginu.
Það er staðreynd að foreldrar í Rangárþingi eystra greiða nú ein hæstu leikskólagjöld
á landinu. Á sama tíma eru fjárframlög sveitarfélagsins til rekstrar leikskólans með því
minnsta sem gerist. Leikskólinn Örk er vel rekin stofnun; húsnæði hans
er ódýrt og margt annað hjálpar til við að gera rekstur hans góðan. Einmitt vegna þess
viljum við lækka gjaldskrána og láta þannig foreldra njóta góðs af.
Þá leggjum við áherslu á að haldið verði áfram í þeirri viðleitni að lækka leikskólagjöld í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2015.
Hvolsvelli, 1. september 2014
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Sveitarstjórn gerir tillögu um að fresta afgreiðslu þessarar tillögu. Samþykkt með 5 atkv. Tveir á móti KÞ og BAT.
Tillaga okkar felur í sér lækkun tekna sveitarfélagsins sem nemur u.þ.b. 3 x 170 þúsund krónum; eða rúmlega 500 þúsund krónum á þessu reikningsári.
Öll skoðun leikskólagjalda í stærra samhengi, líkt og lagt er til í breytingartillögunni er af hinu góða, og eðlilegur þáttur í vinnu við fjárhagsáætlanagerð að okkar mati. Við hefðum kosið að tillaga okkar hefði hlotið brautargengi nú svo íbúar gætu notið góðs af sem fyrst. Að endingu snýst þetta bara um forgangsröðun.
Fulltrúar B- lista vilja bóka að rétt sé að grundvallarmunur á leikskólagjöldum á landsvísu liggi fyrir þegar ákvörðun verður tekin fyrir um lækkun leikskólagjalda.
18. Tillaga D-lista um „Dag barnsins“
Við leggjum til að „Dagur barnsins“ verði haldinn 1. júní ár hvert í Rangárþingi eystra.
Greinargerð:
Að nýafstaðinni vel heppnaðri Kjötsúpuhátíð, sem allir hlutaðeigandi eiga hrós skilið fyrir, þykir okkur vel við hæfi að tekinn verði upp siður frá pólskum íbúum okkar sveitarfélags að fagna degi barnsins með sérstökum hátíðarhöldum þann 1. júní ár hvert. Teljum við það verka til að auðga mannlífið á staðnum og stuðla að aukinni samheldni allra íbúa sveitarfélagsins.
Hvolsvelli, 1. september 2014
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Samþykkt að vísa tillögunni til menningarnefndar til umfjöllunar.
19. Drög að gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu bs. vegna eldvarnaeftirlits.
Drög að gjaldskrá samþykkt samhljóða.
Fundargerðir Rangárþings eystra:
1. Fjallskilanefnd Vestur-Eyfellinga 24.08.14 Fundargerðin staðfest.
2. Fagráð Sögusetursins 27.08.14 Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir v/ samvinnu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps:
1. 8. fundur félags- og skólaþjónustu 26.08.14 Fundargerðin staðfest.
2. 17. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla-og Vestur-Skaftafellssýslu 25.08.14
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:
1. 159. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 29.08.14 Fundargerðin staðfest.
2. Aðalfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 29.08.14, ásamt ársskýrslu. Fundargerðin staðfest.
3. Aðalfundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 28.08.14 Fundargerðin staðfest.
4. 37. stjórnarfundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 28.08.14 Fundargerðin staðfest.
Mál til kynningar:
1. Nokkrar brýr sem þyrfti að gera á Þórsmerkursvæðinu.
2. 86. Ársfundur sambands sunnlenskra kvenna 26.04.14, ályktun.
3. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 22.08.14, upplýsingar.
4. Tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu varandi eignarhlut ríkisins í Seljalandsskóla.
5. Sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla.
6. Múlakot í Fljótshlíð – 1. áfangi. Verk-tíma og kostnaðaráætlun.
7. Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:51
Lilja Einarsdóttir
Ísólfur Gylfi Pálmason
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir
Benedikt Benediktsson
Birkir A. Tómasson
Kristín Þórðardóttir
Guðmundur Jónsson