- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
69. fundur Skipulagsnefnd haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 6. maí 2019 og hófst hann kl. 11:00.
Fundinn sátu:
Esther Sigurpálsdóttir, Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Guri Hilstad Ólason og Guðmundur Úlfar Gíslason.
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason, Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
2. Hellishólar; Aðalskipulagsbreyting; Íbúðasvæði - 1806054
Rangárþing eystra leggur fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Tillagan tekur til breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Fyrirhugað er að breyta landnotkun á 6,6 ha í landi Hellishóla í Fljótshlíð úr frístundabyggð (F) í íbúðabyggð (ÍB). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi eru á svæðinu gert ráð fyrir 13 lóðum af mismunandi stærðum, allt frá 3.500 í rúmlega 6.000m2, fyrir einlyft einbýlishús.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögurnar. Óverulegar breytingar voru gerðar á tillögunni í samræmi við umsagnir lögbundinna umsagnaraðila. Samráð var haft við hagsmunaaðila á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
3. Deiliskipulag: Hellishólar, frístundabyggð breytt í íbúðabyggð - 1809050
Deiliskipulagsbreytingin tekur til svæðis innan jarðarinnar Hellishólar þar sem að núverandi frístundahúsalóðum er breytt í íbúðarhúsalóðir. Einungis er um breytingu á landnotkun að ræða og halda því aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillöguna kemur fram að skv. reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp sé meginreglan sú að koma á sameiginlegu fráveitukerfi í hverfum íbúðahúsa, en í tillögunni sé gert ráð fyrir rotþró og siturlögn við hvert íbúðarhús. Skipulagsnefnd mælist til þess að reynt verði að sameina tengingar við rotþrær og siturlagnir eins og kostur er. Í umsögn Umhverfisstofnunar um tillöguna er vitnað í kafla 2.1.1 í landsskipulagsstefnu þar sem fram kemur að við skipulagsgerð sveitarfélaga verði miðað að því að styrkja samfélag viðkomandi byggðarlags með því að beina vexti að þeim þéttbýliskjörnum sem fyrir eru og að uppbygging verði haldið áfram á þegar skilgreindum íbúðarsvæðum í sveitarfélaginu. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar um að uppbygging haldi áfram á þegar skilgreindum íbúðarsvæðum í sveitarfélaginu. Samt sem áður telur Skipulagsnefnd að hin nýja íbúðarbyggð muni styðja við þá umfangsmiklu atvinnustarfsemi sem rekin er á Hellishólum þannig að hægt sé að greiða fyrir því að starfsfólk geti búið á svæðinu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Deiliskipulag; Borgareyrar - 1903011
Guðmundur Þór Jónsson óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Borgareyrar L163747. Tillagan tekur til tveggja nýrra byggingarreita, B1 og B2. Á B1 verður heimilt að reisa 9 gistihús, hvert um sig allt að 30 m2 að stærð. Á B2 er heimilt að reisa 2 gistihús, allt að 30 m2 að stærð.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Umhverfisstofnunar um tillöguna kemur fram að svæðið sem tillagan nær til sé á náttúruminjaskrá (nr. 719), og sé svæði sem að er mólendi og votlendi með miklu fuglavarpi. Mikilvægt sé að þetta komi fram í greinargerð tillögunnar. Einnig bendir Umhverfisstofnun á að tillagan falli mögulega undir lið 12.05 í viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar um að mikilvægt sé að það komi fram í tillögunni að svæðið, sem tillagan nær til, sé á náttúruminjaskrá. Skipulagsnenfd getur aftur á móti ekki fallist á að tillagan falli undir lið 12.05 í viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum þar sem að um minniháttar atvinnustarfsemi er að ræða og ekki sé hægt að líta á hana sem þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Að auki samræmist tillagan stefnu í aðalskipulagi Rangárþings eystra þar sem heimiluð er minniháttar atvinnustarfsemi samhliða hefðbundnum búskap. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun - 1903077
Ákveðið hefur verið að ráðast í heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Leitað var til þriggja aðila um verðhugmynd við þá vinnu. Þessir þrír aðilar eru Teiknistofan Landmótun, Verkfræðistofan EFLA og Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar.
Skipulagsfulltrúi kannaði kosti og galla þess að ráðast í heildarendurskoðuna aðalskipulags eða að hluta. Niðurstaðan er sú að hagstæðast og faglegast er að ráðast í heildarendurskoðun aðaðskipulags.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að ráðast í heildarendurskoðun aðalskipulags. Leitað var til þriggja aðila um vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulagsins og leggur skipulagsnefnd til að samið verði við verkfræðistofuna Eflu um endurskoðunina í samvinnu við skipulagsnefnd og sveitarstjórn.
6. Efri-Rot; Landskipti - 1904007
Jakob Lárusson óskar eftir því að skipta 7,75 ha lóð út úr Efri-Rotum L163758 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Gunnari Ríkharðssyni, dags. 20.11.2018. Matshluti 070101 mun fylgja hinni nýstofnuðu lóð. Óskað er eftir að hin nýstofnaða lóð fái að bera heitið Ytri-Rot.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
7. Hallgeirsey 2; Landskipti - 1904124
Sigurður Jónsson óskar eftir því að skipta 2 nýjum lóðum út úr Hallgeirsey 2 L193165 skv, meðfylgjandi uppdrætti unnum af Hljóðvist og Hönnun ehf, dags. í September 2011. Óskað er eftir því að nöfn hinna nýstofnuðu lóða verði Hallgeirsey 2 lóð C og Hallgeirsey 2 lóð D.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
8. Deiliskipulag - Skarðshlíð 2; Breyting á dsk - 1904204
Vilborg H Ólafsdóttir óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 2, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að byggingarreiturinn S3 er stækkaður til vesturs. Fjöldi húsa og byggingarskilmálar breytast ekki og gilda skilmálar eldra deiliskipulags, með síðari breytingum.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila.
9. Fossbúð; Umsókn um stöðuleyfi - 1904222
Frantisel Prokleska óskar eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagn við Fossbúð frá 1. maí 2019 til 30. apríl 2020. Fyrirhugaða staðsetningu veitingavagns má sjá á meðfylgjandi afstöðumynd.
Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis. Stöðuleyfisumsókn samræmist ekki skilmálum deiliskipulags.
10. Borgareyrar; Stöðuleyfi - 1904267
Guðmundur Jónsson Óskar eftir stöðuleyfi fyrir 10 smáhýsi á Borgareyrum frá 1. maí 2019 til 1. september 2019. Um er að ræða stöðuleyfi á meðan verið er að setja húsin saman og verða þau svo flutt á sinn stað skv. deiliskipulagi sem er í vinnslu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. maí 2019 til 1. september 2019.
11. Hamragarðar; Umsókn um stöðuleyfi - 1905002
Helgibrjótur ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir veitingavegn við Hamragarða frá 1. maí 2019 til 30. apríl 2020. Fyrirhugaða staðsetningu veitingavagns má sjá á meðfylgjandi afstöðumynd.
Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis. Stöðuleyfisumsókn samræmist ekki skilmálum deiliskipulags.
12. Hvolsvöllur, íþróttavöllur; Umsókn um stöðuleyfi - 1905013
Knattspyrnufélag Rangæinga óskar eftir því að fá stöðuleyfi fyrir gámahús við íþróttavöllinn á Hvolsvelli, skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Ætlunin er að selja kaffi og aðrar veitingar á heimaleikjum KFR eins og gert hefur verið undanfarin sumur. Óskað er eftir stöðuleyfi frá 15. maí 2019 til 14. maí 2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 15. maí 2019 til 14. maí 2020 og hvetur til snyrtilegrar umgengni og frágangs um svæðið.
1. 24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1903103
Fundargerð 24. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:11