- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fundur í samgöngu- og umferðarnefnd
Haldinn í Hvoli Hvolsvelli 12.nóvember 2014. Mættir voru: Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Christiane L. Bahner, Þröstur Ólafsson, Linda Rós Sigurbjörnsdóttir, Elimar Hauksson boðaði forföll og Sigrún Þórarinsdóttir sat í hans stað.
Ísólfur Gylfi Pálmason bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn kl 20:00. Aðalbjörg Ásgeirsdóttir kosinn formaður, Elimar Hauksson kosinn varaformaður og ritari.
Aðalbjörg segir frá starfi starfshóps um fjarkskiptamál og lausnir sem starfshópurinn hefur lagt til. Nefndin telur brýnt að stöðugt og gott netsamband sé tryggt strax í öllu sveitarfélaginu og tekur undir þá kosti sem starfshópurinn leggur til. Nefndin telur vinnu starfshópsins mjög jákvæða.
Umræða var um farsímasamband í sveitarfélaginu. GSM farsímasamband er víða mjög stopult í sveitarfélaginu og telur nefndin að það þurfi að bæta vegna þess hlutverks sem það hefur að gegna í almannavörnum, sérstaklega eldgosavá.
Nefndin hvetur stjórnendur sveitarfélagsins til að halda áfram að þrýsta á Vegagerðina við úrbætur á vegum. Vegir eru víða ekki boðlegir nútíma samgöngum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að farið verði í að safna ábendingum frá íbúum um hvar úrbóta sé þörf í vegamálum innan sveitarfélagsins.
Fundi slitið kl 21:20