129. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 08:10
Mætt: Lilja Einarsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Erindi til byggðarráðs:
1.
Bréf stjórnar afréttareigenda á Almenningum dags. 17.03.14, beiðni um styrk.
Samþykkt að veita styrk kr. 300.000,-
2.
Minjastofnun Íslands, bréf dags. 1.03.14, Múlakot í Fljótshlíð-svar við bréfi Múlakots 1, Fljótshlíð ehf.
Til kynningar.
3.
Sundsamband Íslands, bréf dags. 17.03.14, beiðni um framlag vegna boðsundskeppni milli grunnskóla.
Byggðarráð tekur vel í erindið og er sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samráði við íþróttakennara Hvolsskóla.
4.
Fulltrúar frá Basalt arkitektum ehf. þau Ásbjörn Björgvinsson og Sigríður Sigþórsdóttir kynna verkefni á Hvolsvelli.
Auk byggðarráðs mættu á fundinn undir þessum lið skipulagsnefnd, skipulagsfulltrúi, Haukur G. Kristjánsson, oddviti, og Elvar Eyvindsson.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið.
5.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 27.03.14, umboð. Staðfest.
6.
Tillaga um að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar til að fara yfir veghald í sveitarfélaginu og þá helst verkferla á snjómokstri.
Tillagan samþykkt.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:
1.
12. fundur Heilsu-íþrótta og æskulýsðsnefndar 19.03.14
Íþrótta – og æskulýðsfulltrúa falið í samvinnu við sveitarstjóra að vinna áfram að hugmyndum nefndarinnar með hlutaðeigandi aðilum.
Byggðarráð samþykkir að hafa frítt í sund kl. 8:00 til 14:00 fyrir framhaldsskólanemendur á meðan verkfall framhaldsskólakennara stendur yfir.
Einnig samþykkir byggðarráð að bjóða upp á vinnuaðstöðu í fjarfundastofu og bókasafni fyrir framhaldsskólanemendur á meðan verkfall framhaldsskólakennara stendur yfir.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:
1.
155. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 24.03.14 Staðfest.
Til kynningar:
1.
Tölvupóstur Ragnhildar Ágústsdóttur dags. 27.03.14, BLÁR DAGUR 2. APRÍL- sveitarfélögin taka þátt í vitundarvakningu um einhverfu.
Árný Láru Karvelsdóttur, markaðs- og kynningarfulltrúa falið að kynna erindið fyrir stjórnendum stofnana sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Kristín Þórðardóttir
Lilja Einarsdóttir
Guðmundur Ólafsson