- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Byggðarráð Rangárþings eystra
F U N D A R G E R Ð
140. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 08:10
Mætt: Kristín Þórðardóttir, Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, Christiane L. Bahner, árheyrarfulltrúi, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar athugasemdir komu fram.
Erindi til byggðarráðs:
1.Samstarfsyfirlýsing við lögreglu. Formaður byggðarráðs kynnti samstarfsyfirlýsingu sem sveitarstjórninni hafði verið send frá embætti lötreglustjórans á Suðurlandi. Byggðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og fagnar samstarfinu.
2.Bréf stjórnar Íþróttafélagsins Dímonar dags. 20.05.15 þar sem þau vekja athygli á vanda sem er að skapast í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli sem og ástandi íþróttavallarins úti. Í bréfinu er hvatt til þess að þriðja skilrúm sé keypt fyrir íþóttahúsið. Vakin er athygli á bágbornu ástandi frjálsíþróttasvæðisins. Sveitarstjóri hefur boðað til fundar vegna þessa og byggðarráð telur eðlilegt að vallarstjóri sjái einnig um að frjálsíþróttaaðstaðan sé í lagi og verði hluti af starfsskyldum hans.
3.Styrkumsókn vegna útiljósmyndasýningarinnar 860 plús sumar 2015. Byggðaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 300.000 til vekefnisins.
4.Sýslumaðurinn á Suðurlandi, bréf dags. 12.05.15, umsögn vegna umsóknar Gunnars Rúnars Leifssonar kt. 130558-7479 um rekstrarleyfi í flokki II. Byggðarráð samþykkir umsóknina.
5.Bréf Fjölnis Sæmundssonar og Arndísar Pétursdóttur, ósk um að fá kaupa landsspildu við Húsið í Fljótshlíð. Byggðaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna vegna málsins.
6.Leigusamningur vegna tjaldstæðis í Hamragörðum. Byggðarráð samþykkir samninginn.
7.Leigusamningur vegna tjaldstæðis á Hvolsvelli. Byggðarráð samþykkir samninginn.
8.Leigusamingur vegna tjaldstæðis í Skógum. Byggðarráð samþykkir samninginn.
9.Trúnarðarmál. – Fært í trúnaðarmálabók.
10.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar sækir um styrk til áburðarkaupa vegna uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétti.
Samþykkt að veita styrk kr. 300.000,-
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:
1.143. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga 20.05.15. Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
2.491. fundur stjórnar SASS 16.02.15 Staðfest.
3.492. fundur stjórnar SASS 06.03.15 Staðfest.
4.493. fundur stjórnar SASS 08.04.15 – í fundargerðinni er gert ráð fyrir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í samstarfsvettvang v. sóknaráætlunar Suðurlands. Tilnefningu frestað.
Staðfest.
Mál til kynningar:
1.Fyrsti fundur samstarfsnefndar lögreglustjóra og sveitarstjóra í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi 25.03.15
2.Bréf Margrétar Guðjónsdóttur og Hrafnhildar B. Björnsdóttur dags. 21.05.15, varðandi aðstöðu Héraðsbókasafnsins í kjallara Tónlistarskólans.
3.Landgræðsla ríkisins, bréf dags. 15.05.15, afgreiðsla umsóknar um aukna landgræðslu 2015.
4.Verkís, bréf dags. 13.05.15, fráveitukerfi.
5.Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, úrskurður.
6.Flokkunartafla – Græna tunnan.
7.Ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga 2014.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50
______________________________________________________
Ísólfur Gylfi Pálmason Aðalbjörg Ásgeirsdóttir
______________________________________________________
Kristín Þórðardóttir Christiane L. Bahner