- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Mætt voru: Benedikt, Jónas, Lárus, Bjarki, Bóel og Ólafur.
1. Fimmtudagsfjör í íþróttamiðstöðinni
Fundarmenn voru sammála um að hugmyndin væri góð. Gott að nýta mannvirkin vel. Ýmsar hugmyndir eins og: Sniðugt að prufa að hafa opið eftir kl: 21:00, kannski að hafa þetta einu sinni í mánuði, minna fólk á útivistarreglurnar.
2. Staðan í málaflokknum – Ólafur Örn Oddsson.
Óli er að vinna að forvarnaráætlun í samvinnu við litla forvarnarhóp.
3. Sala á gosi og sælgæti í íþróttamiðstöðinni. Umræður um hvað eigi að vera til sölu í íþróttamiðstöðinni og hvað væri hægt að hafa í staðinn fyrir sælgæti. Skyr, próteinstangir nefnt og kannski ís á sumrin. Nefndin var sammála um að sælgæti og gos skyldi ekki selt. Spurning með ís á sumrin.
Bensi ætlar að tala við Kela forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar varðandi banni á gosi og sælgæti í íþróttamiðstöð.
4. Ungt fólk 2013 – umræður http://www.rannsoknir.is/rg/skyrslur/
Spjall um hvað væri hægt að hafa í boði fyrir ungmenni eftir grunnskólaaldurinn í íþróttahúsinu, vísað til ungmennaráðs.
5. Folf völlur- umræður
Óli ætlar að skoða nýtingu og möguleika á svæðum og koma með hugmyndir að staðsetningu. Best væri að hafa þetta utan alfaraleiðar.
6. Hjólabrettaaðstaða.
Skoða það áfram með tilliti til staðsetningar og kostnaðar.
7. Heilsuvika framtíð – umræður (frestað frá síðasta fundi)
Umræður um að hafa heilsumánuð sem byrjar á heilsu¬viku. Einnig væri gott að fá fyrirlestur jafnt fyrir allt allt árið.
8. Hjóla- gönguleiðir í sveitafélaginu.
Málið er ennþá í skoðun.
9. Íþróttamaður ársins – umræður (frestað)
10. Erindisbréf ungmennaráðs – sent til ungmennaráðs.
11. Fundargerð Ungmennaráðs frá 23. okt. – samþykkt. Ungmennaráð er beðið um að koma með hugmynd að því hvað þau vilji gera í staðinn fyrir áramótaball fyrir 16-18 ára aldurinn.
12. Afgreiðsla sveitastjórnar v/launa ungmennaráðs. Það er í skoðun.
Önnur mál:
Sparkvöllurinn – það vantar net og spurning að fá betri hönnun á mörkunum.
Grasvöllurinn – mörk eru að fjúka. Það þarf að ganga frá þeim. Á hvers ábyrgð er íþróttasvæðið? Óli gengur í málið.
Fundi slitið 18:30
Ólafur Örn Oddsson, ritaði fundargerð.