Sveitarstjórn Rangárþings eystra

 

Fundargerð

 

198. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins,     Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 16. apríl 2015  kl. 12:00

Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson,  Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.

Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið.

Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Erindi til sveitarstjórnar:

1.      Ársreikningur 2014, lagður fram.

Byggðarráð hefur fjallað um ársreikninginn og vísað honum til sveitarstjórnar.  Ársreikningnum vísað til síðari umræðu.

 

2.      Ráðning skólastjóra Hvolsskóla.

Sveitarstjórn samþykkir að ráða Birnu Sigurðardóttur sem skólastjóra Hvolsskóla frá 1. ágúst 2015.

 

3.      Ósk um vilyrði fyrir lóð undir kirkju f.h. byggingarnefndar Stórólfshvolssóknar.

  framhaldi af umræðum á síðasta fundi sveitarstjórnar frá 12. mars sl., varðandi hugmyndir um byggingu nýrrar kirkju í miðbæ Hvolsvallar, gefur sveitarstjórn vilyrði fyrir lóð undir nýja kirkju.  Bygging kirkju er í höndum sóknarnefndar og í vilyrðinu felst engin önnur fjárhagsleg skuldbinding en nýting á bílastæða, tengi-og fráveitugjöld og afnot af Félagsheimilinu Hvoli.  Þá hugsanlega samnýting húsvarða- og kirkjuvarða í framtíðinni.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum einn á móti BB.

 

4.      Leikskólamál í Rangárþingi eystra og erindi frá stjórnendum Leikskólans Arkar dags. 01.04.15

Árný Jóna Sigurðardóttir, leikskólastjóri mætti á fundinn.

Ákveðið að ræða málefni leikskólans áfram á næsta fundi sveitarstjórnar og leikskólastjóri aflar gagna sem óskað var eftir á fundinum.  Einnig hefur verið dagsettur fundur með stjórnendum leikskólans í næstu viku.

 

5.      Félag landeigenda á almenningum, bréf dags. 11.03.15, beiðni um styrk til áburðarkaupa vegna uppgræðslu á Almenningum.

Samþykkt að veita styrk kr. 300.000,-

 

6.      Efla, verkfræðistofa, tilboð í gerð forhönnunar og frumkostnaðaráætlunar á ljósleiðarakerfum fyrir Rangárþings eystra, ásamt tillögu að ganga til samninga við fyrirtækið.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til starfshóps um bætt fjarskipti í Rangárþingi eystra þar sem þeim er falið að afla frekari upplýsinga og tilboða frá öðrum aðilum.

 

7.      Tölvubréf Birgittu Kristínar Bjarnadóttur dags. 14.03.15, beiðni um styrk vegna menningarferðar nemenda í Menntaskólanum á Laugarvatni til Þýskalands.

 

Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.

 

8.      Bókakaffið, Selfossi, bréf dags. 13.03.15, styrkbeiðni vegna útgáfu á ljóðmálum Helgu Pálsdóttur á Grjótá.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 100.000,-

 

9.      Bréf Guðrúnar Markúsdóttur dags. 01.03.15, umsókn um framlag vegna Suzuki tónlistarkennslu.

Christiane L. Bahner vék af fundi undir þessum lið.

 

Samþykkt samhljóða að veita framlag kr. 500.000,-

 

10.  Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu, bréf dags. 15.03.15, ábending um ófullnægjandi aðgengi fatlaðs fólks til sjúkraþjálfara, sem er í húsnæði Heilsugæslunnar á Hvolsvelli.

 

Sveitarstjóri hefur þegar brugðist við ábendingunni og haft samband við HSU sem heitir því að laga aðgengið hið fyrsta.

 

11.  Umsókn Kvenfélagsins Einingar um tækifærisleyfi dgs. 29.03.15

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

 

12.  Bréf Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu dags. 25.03.15 varðandi félagslegt leiguhúsnæði.

Sveitarstjóri hefur þegar brugðist við erindinu.

 

13.  Fundargerð 31. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eystra dags.09.04.1

SKIPULAGSMÁL

1411012    Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting

Deiliskipulagsbreytingin tekur til nánari skilgreininga á tjaldsvæði þar sem eru langtíma stæði fyrir hjólhýsi. Einnig gerir breytingin ráð fyrir að frístundahúsalóðunum Réttarmói 1 og 3 verði breytt í íbúðarhúsalóðir. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 18. febrúar 2015, með athugasemdafresti til 1. apríl 2015.

Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar til yfirferða skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1412003    Drangshlíðardalur – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis

Deiliskipulagstillagan tekur til um 3 ha. lands úr jörðinni Drangshlíðardalur og íbúðarhúsalóðarinnar Drangshlíðardalur 2. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu, ásamt nýjum vegslóða. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 18. febrúar 2015, með athugasemdafresti til 1. apríl 2015.

Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar sem bárust í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að æskilegt sé að fráveita frá íbúðarhúsalóðum sé sameiginleg þar sem því verður við komið, og að rotþró og siturlagnir séu þannig staðsettar og frágengnar að aðgengi að þeim til tæmingar og viðhalds sé auðvelt að teknu tilliti til aðstæðna að öðru leyti. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar til yfirferða skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

1503041    Nýibær – Deiliskipulag smáhýsa

Jón Örn Ólafsson kt. 180381-5629, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag á jörðinni Nýjibæ, Vestur Eyjafjöllum. Deiliskipulagstillagan tekur til um hektara úr jörðinni. Tillagan tekur til byggingar tveggja smáhýsa og aðkomu að þeim. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem nú býður staðfestingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð og tekur undir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1502029    Neðri-Dalur 3 – Deiliskipulag landspildu

Ólafur Tage Bjarnason f.h. Steins Loga Guðmundssonar kt. 230561-4359, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landspilduna Neðri-Dalur 3. Deiliskipulagstillagan tekur til hluta landspildunnar. Tillagan tekur til byggingar allt að 350m² einbýlishús ásamt bílskúr. Tillagan gerir ráð fyrir aðkomuvegi að lóðinni frá Merkurvegi nr. 249.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem nú býður staðfestingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd óskar eftir rökstuðningi á nýrri vegtengingu að spildunni. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð og tekur undir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

1405009    Lambafell – Deiliskipulag

Runólfur Þ. Sigurðsson, f.h. Welcome apartment ehf. kt. 631110-0100, óskar eftir heimild til að vinnu deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Lambafell, Austur-Eyjafjöllum. Deiliskipulagstillagan tekur til fyrirhugaðrar verslunar- og þjónustulóðar innan jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu 150-180 herbergja hótels að hámarki 9000m². Einnig gerir tillagan ráð fyrir byggingu sundlaugar og heitra potta á lóðinni.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem nú býður staðfestingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd óskar eftir nánari gögnum er varða mögulegt útlit byggingar áður en tillaga verður samþykkt til auglýsingar.

Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Sveitarstjórn óskar eftir því að á auglýsingartíma tillögunnar, berist nánari gögn er varða mögulegt útlit byggingarinnar að því leyti sem þau liggja fyrir.

 

1403017    Hvolsvöllur – Deiliskipulag vegna eldfjallaseturs

Deiliskipulagstillagan hefur áður verið samþykkt af skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Tillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá stofnuninni í bréfi dags. 13. mars. 2015. Er því tillagan tekin fyrir að nýju.

Farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og ábendingar Vegagerðarinnar sem settar voru fram í umferðaröryggismati dags. í desember 2014. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og ábendingum Vegagerðarinnar og greinargerð ásamt deiliskipulagsuppdrætti breytt til samræmis. Breytingar á tillögu tilgreindar í kafla 7 í greinargerð og á minnisblaði frá Basalt dags. 1. apríl 2015. Að mati skipulagsnefndar er um óverulegar breytingar á tillögu að ræða og því ekki þörf á því að auglýsa tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar til yfirferða skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Fundargerðir Rangárþings eystra:

1.      1. fundur í starfshópi um móttökuáætlun nýrra íbúa í Rangárþingi eystra 05.03.15 Staðfest.

2.      17. fundur Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefndar Rangárþings eystra 04.03.15

Staðfest.

3.      Fundur í húsnefnd Félagsheimilisins Fossbúðar 18.03.15 Staðfest.

 

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:

1.      14.  fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 18.03.15

 

Bókun við 5. lið fundargerðar.  Sveitarstjóra falið að koma bókun á framfæri við undirbúningsnefnd.

 Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að aukastarfsdegi verði bætt inn hjá leik- og grunnskólum til að taka þátt í hinum Sunnlenska starfsdegi árið 2016. Jafnframt er tillaga um að Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu verði fengið það hlutverk að leiða undirbúning sunnlenska skóladagsins fyrir hönd okkar svæðis.

 

2.      20. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs 17.03.15  Staðfest.

3.      165. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 26.0315. Staðfest.

4.      24. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 23.03.15, ásamt reglum um stuðningsþjónustu við fjölskyldur.  Staðfest.

 

Mál til kynningar:

1.      Átak Vinnumálastofnunar í að fjölga tímabundnum sumarstörfum fyrir námsmenn sumarið 2015.  Samþykkt að senda atvinnumálanefnd erindið til upplýsinga.

2.      Fundargerð 827. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27.03.15

3.      Katla Geopark, stjórnarfundur 17.03.15

4.      Rannsóknir & ráðgjöf, ferðamenn í Rangárþingi eystra 2008-2014.

5.      Minnispunktar v. myndasafns Ottós Eyfjörð.

6.      Umboðsmaður Alþingis, bréf dags. 20.03.15

7.      Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2015, styrkveitingar og ráðstöfun styrkja 2015.

8.      Forsætisráðuneytið, bréf dags. 25.03.15, fundur ráðuneytisins um málefni þjóðlendna í Hvoli, mánudaginn 18. maí 2015.

9.      Hérðassambandið Skarphéðinn, bréf dags. 26.03.15, samþykktir frá 93. héraðsþingi sambandsins.

10.  Minjastofnun Íslands, styrkhúthlutun 2015 – Hamragarðar.

11.  Yfirfasteignamatsnefnd, bréf dags. 08.04.15, Stórólfshvoll landnr. 193149.

12.  Félag íslenskra félagsliða, bréf dags. 07.04.15, félagsliðar og fagleg þjónusta í ummönnunar- og velferðarþjónustu.

13.  Samtök sjálfstæðra skóla, bréf dags. 07.04.15 í tilefni af 10 ára afmæli samtakanna.

14.   Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:20

 

____________________                           _______________________          

Lilja Einarsdóttir                                        Ísólfur Gylfi Pálmason

                                 

______________________                        ______________________           

Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir                      Benedikt Benediktsson

                                                                

_______________________                    _______________________   

Birkir A. Tómasson                                     Kristín Þórðardóttir

 

_______________________                      

 Christiane L. Bahner