Fundargerð
214. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 9. júní 2016 kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Kristín Þórðardóttir, Birkir A. Tómasson, Guðmundur Ólafsson, varamaður Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.
Erindi til sveitarstjórnar:
- 1605003 151. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra. Staðfest.
- 1605043 Varnargarðar við Markarfljót.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra staðfestir þau svör sem sveitarstjóri hefur sent vegna annars vegar bréf dagsett 23. maí 2016 frá Vegagerðinni og hins vegar bréf frá JP Lögmönnum dagsett 25. maí 2016. Sveitarstjórn fer auk þess framá við hlutaðeigandi aðila að rannsóknarniðurstöur liggi fyrir eigi síðan en 1. ágúst 2016. Mikilvægt er að þessar rannsóknarniðurstöður liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt sé að taka afstöðu til nýs framkvæmdaleyfis. Sveitarstjórn felur einnig sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um á hvern hátt sveitarstjórn hefur brugðist við frá því dómur Hæstaréttar féll í málinu.
Bókunin samþykkt með 5 atkv.IGP, LE, BB , ÞMÓ og GÓ 2 á móti KÞ og BAT.
Bókun fulltrúa D-lista:
Við mótmælum afgreiðslu sveitarstjóra sem fram kemur í svarbréfum hans dagsettum 2. júní s.l. á því erindi sem hér er til umfjöllunar. Við teljum ákvörðun sveitarstjóra um afgreiðslu máls án þess að sveitarstjórn fjallaði um málið ekki standast þær kröfur sem gera verður til stjórnsýslu sveitarfélagsins. Erindið hefði átt að fá umfjöllun í sveitarstjórn áður en ákvörðun um afstöðu var tekin og annars konar meðferð.
Þær viðbætur sem nú hafa verið bókaðar af meirihluta sveitarstjórnar eftir umræður um málið, með setningu tímafrests, ber þó að líta á sem skref í rétta átt.
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
- 1606023 Tillaga að fundarhléi sveitarstjórnar 2016.
Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings eystra taki sér fundarhlé frá 10. júní til 8. september 2016. Byggðarráði falin fullnaðarafgreiðsla mála þann tíma.
Samþykkt samhjóða.
- 1606023 Tillaga frá Christiane L. Bahner um takmörkun heimilda fyrir skammtímaútleigu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli.
Skoðaður verði sá möguleiki að takmarka heimildir fyrir skammtímaútleigu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna hvaða leiðir önnur sveitarfélög hafa farið og kynna það fyrir sveitarstjórn.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Christiane L. Bahner mætir á fundinn og Guðmundur Ólafsson víkur af fundi kl. 13:05
- 1606026 Tillaga að reglum um hvar megi tjalda eða gista.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að bannað sé að tjalda eða gista í húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum eða tjaldvögnum á almannafæri utan merktra tjaldsvæða í landi sveitarfélagsins sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um náttúruvernd þar sem fram kemur að leyfilegt sé að vísa fólki sem gistir á ómerktum tjaldstæðum á nærliggjandi tjaldsvæði.
Samþykkt samhljóða.
- 1606006 43. fundur skipulagsnefndar
SKIPULAGSMÁL:
- 1606017 Strönd 1 – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
Elías B Bjarnhéðinsson kt. 060764-2559, óskar eftir því að Rangárþing eystra geri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Breytingin nái til hluta lands Strandar 1 ln.163972 og lóðanna Strandar 1-7 ln.218070-218076. Breytingin tæki til um 1/6 landbúnaðarlands sem breytt yrði í svæði fyrir frístundabyggð.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum og rökstuðningi fyrir breytingunni.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
- 1606016 Yzta-Bæli – Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar
Örn Sveinbjarnarson f.h. landeigenda að Yzta-Bæli, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Deiliskipulagssvæðið er samtals um 20 ha. Fyrirhugað er að skipta úr jörðinni 5 lóðum og á hverri lóð verði heimilt að byggja íbúðarhús ásamt tengdum byggingum. Skv. aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði, en hefur ekki verið nytjað sl. 15 ár.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
- 1509075 Skarðshlíð II – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,7 ha svæðis úr landi Skarðshlíðar II, Rangárþingi eystra. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og lagfæringar á verslunarhúsi ásamt stækkun / nýbyggingar til ferðaþjónustu.
Umsögn Veðurstofunnar við tillöguna hefur borist. Tekið hefur verið tillit til umsagnarinnar með óverulegum breytingum á texta í greinargerð deiliskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
LANDSKIPTI:
- 1606012 Múlakot 1 – Landskipti
Höður Guðlaugsson f.h. Múlakot 1 ehf. kt. 5708013170, óskar eftir því að skipta lóðunum Flugtún 3 og 4 úr jörðinni Múlakot 1 ln. 164048, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landark dags. 25.05.2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
- 1606011 Miðtún – Landskipti
Guðjón Halldór Óskarsson kt. 080166-5409, óskar eftir því að skipta lóðinni Miðtún 3 úr lóðinni Miðtún lóð ln.194846, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 31.05.2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
- 1606010 Eyvindarmúli – Landskipti
Dagrún Þórðardóttir kt. 060346-4969, Ingunn Þórðardóttir kt. 300555-2419 og Ólafur Þórðarson kt. 250144-3779, fyrir hönd Eyvindarmúla ehf. kt. 420800-2070, óska eftir því að skipta jörðinni Eyvindarmúli Vestri úr jörðinni Eyvindarmúli ln. 164003. Heiti uppruna eignar mun einnig breytast í Eyvindarmúli eystri. Fyrirhugað er að stofna nýtt lögbýli á nýju jörðinni. Meðfylgjandi umsókn eru uppdrættir og önnur gögn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
- 1606009 Hái-Múli – Landskipti
Einar Sigurþórsson kt. 151240-2089, óskar eftir því að skipta lóðinni Virkishamar úr jörðinni Hái-Múli ln. 164013, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 3. júní 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
Fundargerð 43. fundur skipulagsnefndar samþykkt í heild sinni.
Fundargerðir:
- 1606001 Aðalfundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 2016. Staðfest.
- 1606024 509. fundur stjórnar SASS 18.05.16 Staðfest.
- 1606002 17. fundur Vina Þórsmerkur 31.05.16 Staðfest.
Mál til kynningar:
- 1606004 839. Stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
- 1605042 Ályktanir FOSS 2016
- 1605041 172. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
- 1606005 Leiðbeiningar vegna orlofsmála fatlaðs fólks.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:35
Lilja Einarsdóttir
Ísólfur Gylfi Pálmason
Þórir Már Ólafsson
Benedikt Benediktsson
Kristín Þórðardóttir
Birkir A. Tómasson
Christiane L. Bahner