- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
228. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, fimmtudaginn 24. ágúst, 2017 kl. 8:10
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti bað um að bætt yrði á dagskrá lið 3 Bréf íþróttafræðinga varðandi þjálfun í Samfellu, lið 4 Staða sauðfjárbænda á Íslandi og lið 5 Ályktun sveitarstjórnar varðandi skerðingu á póstþjónustu í Rangárþingi. Einnig lið 9, Fundur fjallskilanefndar Vestur Eyfellinga 20.08.2017.
Gengið var til formlegrar dagskrár:
Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1.1708148 Almannavarnarvika í sveitarfélögum á Suðurlandi.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í vikunni og lýsir yfir ánægju sinni með framtakið.
2.1708153 Beiðni um lausn frá nefndarstörfum: Linda Rós Sigurbjörnsdóttir og Tómas Grétar Gunnarsson.
Í stað Tómasar Grétars tekur Benedikt Benediktsson við sem aðalmaður í fræðslunefnd. Í stað Lindu Rósar tekur Guðmundur Viðarsson við sem aðalmaður í samgöngunefnd.
3.Bréf íþróttafræðinga varðandi þjálfun í Samfellu.
Sveitarstjóra falið að kalla til fundar með hlutaðeigandi aðilum, forsvarsmönnum íþróttafélagsins Dímon, skólastjóra Hvolsskóla og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
4.Staða sauðfjárbænda á Íslandi.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hvetur landbúnaðarráðherra til að beita sér af alefli í Ríkisstjórn Íslands til að bregðast sem allra fyrst við vanda sauðfjárbænda á Íslandi.
Landbúnaður er ein af aðalatvinnugreinum sveitarfélagsins og héraðsins alls og er grundvöllur byggðar í bæði dreifbýli og þéttbýli en megin starfstöð Sláturfélags Suðurlands er á Hvolsvelli. Flest sauðfjárbú haga rekstri sínum þannig að samið er um gjalddaga að hausti á stærstu kostnaðarliðum búanna s.s. áburði, plasti og afborgunum lána hjá skuldsettum búum. Hefði tekjuskerðingin verið fyrirséð um síðustu áramót hefðu bændur átt möguleika á að haga rekstri sínum með öðrum hætti. Ljóst er að tekjuskerðingu verður ekki mætt nema með launalækkun bænda.
Samþykkt samhljóða.
5.Ályktun sveitarstjórnar varðandi skerðingu á póstþjónustu í Rangárþingi.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra mótmælir harðlega skertum opnunartíma Pósthússins á Hvolsvelli.
Hvolsvöllur er þjónustukauptún og mikill uppgangur hefur verið í sveitarfélaginu á síðustu árum. Í dreifbýlinu er rekinn öflugur landbúnaður. Þá er ferðaþjónusta ört vaxandi atvinnugrein. Mikilvægt er að öll atvinnustarfsemi hafi aðgang að sendingum sínum sem fyrst á morgnana til að starfsemi þeirra gangi sem skyldi. Þegar hefur póstþjónustu verið hagrætt langt umfram þolmörk á landsbyggðinni.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir:
1.1708123 20. fundur Menningarnefndar Rangárþings eystra. 09.08.2017. Staðfest.
2.1708132 Fundur í fjallskilanefnd Fljótshlíðar. 07.06.2017. Staðfest.
3.1708131 Fundur í fjallskilanefnd Fljótshlíðar 01.08.2017. Staðfest.
4.1708127 Fundur í þjónustuhóp aldraðra. 08.06.2017. Staðfest.
5.1708154 26. fundur stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs. 22.06.2017. Staðfest.
6.1708155 27. fundur stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs. 16.08.2017. Staðfest.
7.1708156 Aðalfundur Hulu bs. 18.08.2017. Staðfest.
8.1708157 Fundur í stjórn Hulu bs. 18.08.2017. Staðfest.
9.Fundur í fjallskilanefnd Vestur Eyfellinga. 20.08.2017. Staðfest.
Mál til kynningar:
1.1702124 Vottunarstofan Tún. Aðalfundarboð 2017.
2.1509116 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Skógafoss: Synjun á beiðni um frávik frá ráðstöfun styrks.
3.1708147 Ríkiskaup: Rammasamningur 2017.
4.1702049 Austurvegur 4: 1. verkfundur vegna endurbyggingar.
5.Umhverfisstofnun: Áætlun til þriggja ára um refaveiðar 2017 – 2019.
6.1708120 Hamragarðar: Rekstrarleyfi fyrir kaffihús.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00
____________________ _______________________
Lilja Einarsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason
______________________ ______________________
Þórir Már Ólafsson Benedikt Benediktsson
_______________________ _______________________
Birkir Arnar Tómasson Guðmundur Viðarsson
______________________
Christiane L. Bahner