- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Dagskrá:
1. Skólastefna til afgreiðslu
Capacent tók skólastefnuna aftur eftir breytingarnar sem gerðar voru á síðasta fundi og lagfærði hana í samræmi við það. Skólastefnan var lesin sameiginlega í heild sinni og var samþykkt samhljóða.
2. Starfið í Hvolsskóla – Birna Sigurðardóttir
Birna, sem er sitjandi skólastjóri út skólaárið, fór yfir starfið í skólanum fram á vor og sagði frá því að tveir nýir starfsmenn væru komnir til starfa við skólann, það eru Ólafur Örn Oddsson í 50% kennslu og Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir sem forstöðumaður Skjólsins.
Farið var yfir niðurstöður samræmdu prófanna sem lögð voru fyrir á haustönninni.
Framundan á þessari önn eru meðal annars leikskólaheimsóknir, listahátíð á Laugalandi, árshátíð miðstigs, upplestrarkeppni og árshátíð á elsta stigi.
Unnið er að ýmsum áætlunum, meðal annars forvarnaráætlun, áfallaáætlun, jafnréttisáætlun, símenntunaráætlun og sérkennsluáætlun auk þess sem innleiðing Aðalnámskrár heldur áfram.
3. Starfið í Leikskólanum Örk – Árný Jóna Sigurðardóttir
Árný sagði frá því að núna í janúar væru 92 börn á leikskólanum.
Plastpokalaus leikskóli, en það er stefna leikskólans að hætta að nota plastpoka. Einu plastpokarnir sem verða notaðir eru svartir ruslapokar og maíspokar í neyðartilfellum.
Samstarf leik- og grunnskólans hefst í næstu viku með 5 smiðjum. Leikskólabörnin koma þá í skólann og borða einnig þar.
Reglulega er farið í íþróttahúsið með börn fædd árið 2009, 2010 og 2011.
Búið er að ráða nýjan starfsmann í afleysingar en enn vantar faglært starfsfólk á leikskólann.
Farið er að huga að því hvernig skólastarfinu verður háttað næsta vetur. Vangaveltur eru uppi um það hvort hægt sé að bæta fimmtu deildinni við leikskólann. Eingöngu 13 börn eru að hefja grunnskólagöngu haustið 2015 en fleiri en 13 börn eru nú þegar á biðlista og verður að finna lausn á húsnæðismálunum.
Sumarlokunin verður frá 1. júlí til 28. júlí.
Móttökuáætlun nýbúa er að verða tilbúin og jafnréttisáætlun leikskólans er í vinnslu auk þess sem byrjað er að vinna að áfallaáætlun.
Huga þarf að kynningu á því að hámarksvistunartími leikskólabarna verður átta og hálfur tími.
4. Ytra mat
Rætt var um að fá ytra mat með Skólavog og Skólapúls.
Skólavogin snýr að mestu leyti að rekstrarhlið skólanna.
Skólapúlsinn er með starfsmanna- og foreldrakannanir fyrir leikskólann. En starfsmanna- og foreldrakannanir ásamt nemendakönnunum fyrir nemendur í 6. – 10. bekk.
Samþykkt var að Skólapúlsinn yrði tekinn inn í leikskólann strax í vor en yrði prófaður á næsta skólaári í grunnskólanum.
5. Fjarnámsaðstaða
Hugmynd er uppi um að bjóða upp á fjarnámsaðstöðu á Hvolsvelli.
Hægt verður að nýta sér fjarfundarstofu Fræðslunetsins frá kl. 8:20 – 14 virka daga, en dagskrá Fræðslunetsins mun alltaf ganga fyrir, en hana má finna á heimasíðu bókasafnsins www.bokrang.is . Þeir sem vilja nýta sér aðstöðuna þurfa að skrifa undir umgengnissamning.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18:55