- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
26. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra, haldinn mánudaginn 11. maí 2015 kl 16:30
Fundurinn haldinn í Litla-sal, félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli.
Mættir eru Daníel Gunnarsson, Hildur Ágústsdóttir, Esther Sigurpálsdóttir (í forföllum Heiðu B. Scheving), Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Pálína Björk Jónsdóttir, Unnur Óskarsdóttir, Árný Jóna Sigurðardóttir, Birna Sigurðardóttir, Berglind Hákonardóttir fulltrúi foreldra leikskólans, Hafdís María Jónsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólans,og Gyða Björgvinsdóttir sem ritaði fundargerð. Tómas Grétar Gunnarsson boðaði forföll og varamaður hans gat ekki mætt.
Arnheiður Dögg setti fundinn kl. 16:30
Dagskrá:
1.Frá Leikskólanum Örk – Árný Jóna Sigurðardóttir
Skóladagatal leikskólans lagt fram til samþykktar
Skóladagatal leikskólans fyrir skólaárið 2015 – 2016 var sett upp með svipuðu sniði og í fyrra. Samstarf er við grunnskóla um að samræma starfsdaga eins og hægt er.
Skóladagatalið var samþykkt samhljóða.
Breytingar á verklagsreglum lagðar fram til samþykktar.
Verklagsreglunum hefur lítillega verið breytt frá fyrri árum, nú eru 12 mánaða börn tekin í vistun og hámarksvistunin verður 8,5 tímar. Eins hefur tveggja daga vistun verið tekin út. Ákveðið að breyta örlítið ákvæði um inntöku barna á leikskólann.
Verklagsreglurnar samþykktar samhljóða.
Unnið er að því að fá nýtt húsnæði á leikskólalóðina. Þetta er gert til þess að bæta einni deildinni við og til að búa til leikskólapláss fyrir öll þau börn sem eru á biðlista.
Enn vantar fagfólk en áhugi er meðal starfsmanna á leikskólakennaranámi
2.Frá Hvolsskóla – Birna Sigurðardóttir
Skóladagatal grunnskólans lagt fram til samþykktar.
Starfsmenn skólans hafa samþykkt að breyta úr tveggja anna kerfi í þriggja anna kerfi næsta skólaár. Þessi breyting verður gerð til eins árs til reynslu. Vorið 2016 verður lögð fyrir starfsfólk skólans önnur könnun um þriggja anna kerfið og þá verður framhaldið metið.
Tekið var tillit til skóladagatals leikskólans við gerð skóladagatals Hvolsskóla.
Skóladagatal Hvolsskóla fyrir skólaárið 2015 – 2016 samþykkt samhljóða.
Kosning í Minningarsjóð Margrétar Auðunsdóttur.
Margrét Auðunsdóttir var frá Dalsseli og minningarsjóðurinn verðlaunar þann nemanda í 10. bekk sem stendur efstur eftir lokapróf í íslensku.
Samkvæmt reglum eiga að sitja í minningarsjóði formaður fræðslunefndar, skólastjóri Hvolsskóla og einn aðili úr samfélaginu sem fræðslunefnd kýs.
Samþykkt var samhljóða að auk Birnu skólastjóra og Arnheiðar formanns fræðslunefndar ætti Auðunn Leifsson frá Leifsstöðum sæti stjórn sjóðsins.
Umræður um nýtt vinnumat kennara.
3.Skóladagurinn 2016
Umræður um sunnlenska skóladaginn sem halda á þann 27. apríl 2016.
4.Námskeið fyrir skólanefndir
Samband íslenskra sveitarfélaga ætlar að halda námskeið fyrir Fræðslunefndir, að öllum líkindum laugardaginn 6. júní – frá kl. 9:30 – kl. 17.
Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk skólanefnda og að þátttakendur öðlist þekkingu á hlutverki sínu sem fulltrúi í skólanefnd.
Arnheiður tekur að sér að senda póst til Sambandsins og athuga hvort möguleiki sé á því að halda svona námskeið frekar í haust en núna í sumar.
5.Önnur mál
Umræður um samfelluna. Venjulega byrjar samfellan viku eftir skólasetningu og fer strax á fullt. En bæði í desember og í maí hefur var á sínum tíma mjög léleg þátttaka í samfellunni og því hefur henni verið hætt í byrjun desember og maí en fræðslunefnd vill beina því til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa endurskoða þetta og að samfellan starfi út skólaárið og fylgi skóla í desember. Einnig er formanni fræðslunefndar falið að kanna hjá íþrótta – og æskulýðsfulltrúa með leikjanámskeið og athuga hvernig er staðið að könnun á þörf fyrir slíkt.
Rætt um að koma þeirri hugmynd áleiðis að starf leik- og grunnskólakennara sé kynnt á Starfamessu sem áætlað er að haldin verði aftur veturinn 2016-2017.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:20