Fundargerð
28. fundur, 6 fundur kjörtímabilsins í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn 
föstudaginn 6. febrúar 2015, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Víðir Jóhannsson og Ísólfur Gylfi Pálmason. 

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1502001 Erindisbréf skipulagsnefndar Rangárþings eystra
1501003 Landsskipulagsstefna – Ósk um umsögn
1502002 Staðsetning kirkju og menningarhúss - Fyrirspurn
1502003 Lagning jarðstrengs, Hellulína 2 - Framkvæmdaleyfisumsókn
1501040 Skækill / Guðnastaðir – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
BYGGINGARMÁL:
1501041 Dalsbakki 2 – Umsókn um byggingarleyfi
ÖNNUR MÁL:
1502004 Skógafoss – Umsókn um stöðuleyfi


SKIPULAGSMÁL

1502001 Erindisbréf skipulagsnefndar Rangárþings eystra
Drög að erindisbréfi skipulagsnefndar Rangárþings eystra lagt fyrir nefndina. 
Skipulagsnefnd fer yfir drög að erindisbréfi fyrir nefndina. Erindisbréfinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.

1501003 Landsskipulagsstefna – Ósk um umsögn
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í tillögunni er sett fram stefna um skipulag á miðhálendi Íslands, skipulag í dreifbýli, búsetumynstur og dreifingu byggðar og skipulag á haf- og strandsvæðum. 
Skipulagsnefnd samþykkir að sveitarfélögin Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Skaftárhreppur sendi inn sameiginlega umsögn. Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélagana hefur nú þegar unnið drög að umsögn um tillöguna. Skipulagsnefnd samþykkir umsögnina. 

1502002 Staðsetning kirkju og menningarhúss - Fyrirspurn
Halldór Gunnarsson f.h. byggingarnefndar kirkju og menningarhúss á Hvolsvelli, óskar eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum um staðsetngingu kirkju- og menningarhúss á miðbæjarsvæði Hvolsvallar skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd telur mikilvægt að miðbæjarskipulag Hvolsvallar verði endurskoðað í heild sinni. Nú þegar hefur verið hafnað tveimur lóðarumsóknum um lóðir í miðbæ Hvolsvallar, á grundvelli þess að fyrirhuguð enduskoðun deiliskipulagsins liggur ekki fyrir. Því telur skipulagsnefnd ekki ráðlegt að gera afmarkaða breytingu á deiliskipulaginu og vísar því fyrirspurninni til vinnu við heildar endurskoðun skipulagsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna við endurskoðun deiliskipulagsins verði hafin sem allra fyrst enda liggur sú samþykkt fyrir. Skipulagsnefnd telur mjög mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins taki virkan þátt í heildar endurskoðun deiliskipulagsins.  


1502003 Lagning jarðstrengs, Hellulína 2 - Framkvæmdaleyfisumsókn
Guðmundur Ingi Ásmundsson f.h. Landset hf. kt. 580804-2410, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir langingu jarðstrengs, Hellulínu 2., ásamt ljósleiðara skv. meðfylgjandi gögnum. Núverandi háspennulína frá tengivirki við Hellu að tengivirki við Hvolsvöll er 66 kV loftlína frá árinu 1948, og þarf að endurnýja hana. Því hefur Landsnet ákveðið að undirbúa lagningu 66 kV jarðstrengs milli Hellu og Hvolsvallar, í stað loftlínu, sem mun auka afhendingaröryggi raforku á svæðinu. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis til Landsnets hf. með fyrirvara um samþykki landeigenda, Vegagerðarinnar og Fiskistofu. Skipulagsnefnd bendir á að hugsanlegur vegslóði sem verður gerður vegna framkvæmdarinnar gæti nýst sem hjóla og gönguleið. Skipulagsfulltrúa falið að kanna möguleikana í samvinnu við hlutaðeigandi aðila. 


1501040 Skækill / Guðnastaðir – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
Guðni Ragnarsson kt. 240177-4209, óskar eftir því að breyting sem geri ráð fyrir flugvelli í landki Skækils / Guðnastaða, verði gerð á aðalskipulagi Rangárþings eystra skv. meðfylgjandi erindi. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra og gert ráð fyrir flugbraut í landi Skækils. 


BYGGINGARMÁL:

1501041 Dalsbakki 2 – Umsókn um byggingarleyfi
Margrét Runólfsdóttir kt. 140137-6939, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni Dalsbakka 2, Hvolsvelli, skv. meðfylgjandi uppdráttum. 
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010


ÖNNUR MÁL:

1502004 Skógafoss – Umsókn um stöðuleyfi
Vonta International ehf. kt. 620714-0460, sækir um stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi við Skógafoss skv. meðfylgjandi gögnum. 
Erindinu hafnað. Gildandi deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir torgsöluhúsum á umræddum stað, einnig er svæðið sem um ræðir innan friðlýsingar Skógafoss. 


Fundi slitið 11:55


____________________________ ____________________________
Guðlaug Ósk Svansdóttir Þorsteinn Jónsson


____________________________ ____________________________
Lilja Einarsdóttir Víðir Jóhannsson


____________________________ ____________________________
Guðmundur Ólafsson Anton Kári Halldórsson