Fundargerð
52. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn þriðjudaginn 12. sept. 2017, kl. 10:00 í Litla-sal, Hvoli, Austurvegi 8, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Guðmundur Ólafsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Lilja Einarsdóttir, Víðir Jóhannsson og Þorsteinn Jónsson boðuðu forföll. Í þeirra stað eru mættir Ísólfur Gylfi Pálmason og Birkir Arnar Tómasson. Ekki náðist að boða varamann fyrir Þorstein Jónsson.
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1.1709023Kirkjulækjarkot 1, Kirkjulækjarkot 1G - Landskipti
2.1709022Litli-Moshvoll lóð – Nafnabreyting
3.1709021Hvolstún 19 - Lóðarumsókn
4.1709020Hesteyrar – Fyrirspurn vegna skipulags
5.1709019Kvoslækur – Deiliskipulag
6.1709018Lífland – Umsókn um leyfi fyrir skilti
7.1709017Sámsstaðir 1 lóð 2 – Aðalskipulagsbreyting
8.1709016Kirkjulækjarkot 1, Mýrarvegur – Landskipti
9.1709015Sámsstaðir 1 lóð – Samruni lóða og breytt heiti
10.1708045Gunnarsgerði – Lóðarumsóknir
11.1703061Brú – Deiliskipulag
12.1610082Miðdalur – Deiliskipulag
13.1606016Yzta-Bæli – Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar
14.1511092Hvolsvöllur miðbær – Deiliskipulagsbreyting
SKIPULAGSMÁL:
1.1709023Kirkjulækjarkot 1, Kirkjulækjarkot 1G - Landskipti
Már Guðnason kt. 141245-3689, óskar eftir því að skipta 2647 m² lóð úr jörðinni Kirkjulækjarkot 1 ln.164034, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 22. maí 2017. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Kirkjulækjarkot 1G. Lögbýlisréttur mun áframa fylgja Kirkjulækjarkoti 1 ln. 164034.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á lóðinni.
2.1709022Litli-Moshvoll lóð – Nafnabreyting
Matthías Loftsson kt. 300355-3909, óskar eftir því að breyta heiti lóðarinnar Litli-Moshvoll lóð, ln. 164262, í Sunnutún.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heitið á lóðinni.
3.1709021Hvolstún 19 - Lóðarumsókn
Sigurður Ágúst Guðjónsson, sækir um að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 19, undir byggingu íbúðarhúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
4.1709020Hesteyrar – Fyrirspurn vegna skipulags
Baldur Eiðsson kt. 050672-6039 óskar eftir álit nefndarinnar á breytingu spildna sem bera heitið Hesteyrar í Vestur-Landeyjum í stórar íbúðarhúsalóðir.
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið. Nefndin óskar eftir frekari gögnum er varða fyrirhugaða uppbyggingu. Áður hefur verið óskað eftir áliti nefndarinnar vegna breytinga á umræddum spildum í frístundalóðir. Þeirri umsögn var hafnað á grundvelli aðalskipulags Rangárþings eystra. Skipulagsnefnd telur vænlegra að breyta lóðunum í einskonar búgarðarbyggð. Nauðsynlegt er að gera breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra og vinna deiliskipulag fyrir svæðið.
5.1709019Kvoslækur – Deiliskipulag
Oddur Hermannsson f.h. Kvoslækjar ehf. kt. 550301-2290, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðasvæði á jörðinni Kvoslækur. Deiliskipulagstillagan tekur til um 40ha lands úr jörðinni. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 8 íbúðarhúsa á um 5ha lóðum hver. Heimilt verður að byggja íbúðarhús, gestahús og geymslu. Nýtingarhlutfall lóða verður 0,01 í samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.1709018Lífland – Umsókn um leyfi fyrir skilti
Hlynur Elfar Þrastarson f.h. Líflands ehf. kt. 501075-0519, sækir um leyfi fyrir uppsetningu á skilti við gatnamót Dufþaksbrautar og þjóðvegar nr. 1. Um er að ræða skilti til auglýsingar á verslun Líflands við Ormsvöll. Stærð skiltisins verður 1,5m * 1,5m.
Skipulagsnefnd samþykkir til bráðabirgða veitingu leyfis fyrir skiltinu.
7.1709017Sámsstaðir 1 lóð 2 – Aðalskipulagsbreyting
Oddur Hermannsson f.h. Emils Guðfinnar Hafsteinssonar kt. 170866-4019, óskar eftir heimild til að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra. Breytingin tekur til lóðarinnar Sámsstaðir 1 lóð 2 ln. 203798, þar sem að landnotkun yrði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarland. Breytingin er gerð til að unnt sé að eiga lögheimili á umræddri lóð.
Skipulagsnefnd hafnar beiðninni.
8.1709016Kirkjulækjarkot, Mýrarvegur – Landskipti
Már Guðnason kt. 141245-3689, óskar eftir því að skipta lóðunum Mýrarvegur 4-7 úr jörðinni Kirkjulækjarkot 1 ln.164034, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 12. desember 2016. Stofnun lóðanna er í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Lögbýlisréttur mun áframa fylgja Kirkjulækjarkoti 1 ln. 164034.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á lóðunum.
9.1709015Sámsstaðir 1 lóð – Samruni lóða og breytt heiti
Helgi Jóhannesson kt. 041063-5219, óskar eftir því að lóðirnar Sámsstaðir 1 lóð ln.193586 og Sámsstaðir land 1 ln.217195 verði sameinaðar og heiti breytt í Eystri-Sámsstaðir ln. 193586. Meðfylgjandi umsókn er samrunauppdráttur unnin af Landnot ehf. dags. 4. september 2017.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samrunan og heitið á lóðinni.
10.1708045Gunnarsgerði – Lóðarumsóknir
Lóðir í Gunnarsgerði, Hvolsvelli hafa verið auglýstar lausar til úthlutunar. Umsóknarfrestur var til 20. ágúst 2017. Alls bárust 28 umsóknir um lóðirnar.
Lagt fram til kynningar.
11.1703061Brú – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til eins byggingarreits innan jarðarinnar þar sem gert er ráð fyrir núverandi byggingum, ásamt 12 nýjum smáhýsum til útleigu fyrir ferðamenn. Tillagan var auglýst frá 12. júní 2017, með athugasemdafresti til 24. júlí 2017.
Tvær athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Önnur athugasemd snýr einungis að ásýnd bygginganna. Brugðist hefur verið við henni með því að setja kvaðir á litaval smáhýsanna í greinargerð deiliskipulagsins. Hin athugasemdin snýr að ásýnd og málsmeðferð. Skipulagsnefnd bendir á að málsmeðferð hafi í einu og öllu farið eftir ákvæðum skipulagslaga. Einnig bendir nefndin á að umrædd tillaga að deiliskipulagi er í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024, en þar koma fram skýrar heimildir varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu á landbúnaðarlandi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 1610082Miðdalur – Deiliskipulag
Steinsholt sf. fyrir hönd landeigenda leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir tvær lóðir úr jörðinni Miðdal. Tillaga að deiliskipulagi fyrir umræddar lóðir hefur verið til meðferðar að undanförnu. Lýsing var auglýst og gerðu nágrannar og Skipulagsstofnun athugasemd við hana. Því hefur verið brugðist við og tillagan endurgerð. Tillagan gerir ráð fyrir að á hvorri lóð verði heimilt að byggja íbúðarhús, gestahús og geymslu/bílskúr skv. ákvæðum í aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.1606016Yzta-Bæli – Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar
Landeigendur Yzta-Bælis, Rangárþingi eystra hafa óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Beiðni þeirra hefur áður verði til umfjöllunnar hjá skipulagsnefnd og sveitarstjórn Rangárþings eystra og verið hafnað. Með erindi sínu nú óska landeigendur eftir því að afstaða sveitarfélagsins verði endurskoðuð á grundvelli þess er kemur fram í umsókninni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
14.1511092Hvolsvöllur miðbær – Deiliskipulag
Rangárþing eystra hefur verið að vinna að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Hvolsvelli.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið 12:10
________________________________________________________
Guðlaug Ósk SvansdóttirAnton Kári Halldórsson
________________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonGuðmundur Ólafsson
____________________________
Birkir Arnar Tómasson