- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
64. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn mánudaginn. 10. desember, kl. 16:00 á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Anton Kári Halldórsson, Anna Runólfsdóttir, Esther Sigurpálsdóttir og Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi. Víðir Jóhannsson og Lilja Einarsdóttir boðuðu forföll og í þeirra stað eru mætt Rafn Bergsson og Guri Hilstad Ólason.
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Samþykkt að bæta eftirfarndi málum á dagskrá:
1809050 Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting
1806054 Hellishólar – Aðalskipulagsbreyting
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1. 1810054 Lækjarbakki – Umsókn um stofnun lögbýlis og nafnabr.
2. 1810058 Öldubakki 11 – Umsókn um stækkun á bílskúr
3. 1811028 Norðurgarður 3 – Umsókn um breytingu/stækkun á húsi
4. 1811038 Vestri Garðsauki – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
5. 1811046 Ytri-Skógar – Umsókn um framlengingu á stöðuleyfi
6. 1811048 Ystabælistorfa lóð 2 – Umsókn um nafnabreytingu
7. 1811049 Gunnarsgerði 4 – Fjölgun íbúða
8. 1412003 Drangshlíðardalur – Deiliskipulag
9. 1811052 Sögusetrið – Ósk um skilti/styttu við Suðurlandsveg
10. 1811053 A-Landeyjar – Umsókn um framkvæmdarleyfi v/færslu vegar
11. 1811054 Torfastaðir 5 lóð – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
12. 1811061 Gularás – Færsla á mhl 140101 yfir á Gularáshjáleigu
13. 1812001 Grunnskólinn Skógum – Stækkun á byggingu
14. 1812020 Seljalandsfoss – Endurnýjun á stöðuleyfi
15. 1812005 Byggingarmál – 23. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
16. 1809050 Hellishólar - Hellishólar – Frístundab. breytt í íbúðab.
SKIPULAGSMÁL:
1. 1810054 Lækjarbakki – Umsókn um stofnun lögbýlis
Tómas Ísleifsson óskar eftir stofnun lögbýlis á Lækjarbakka L172511. Einnig óskar Tómas eftir því að hið nýja lögbýli beri nafnið Sopi.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við heitið á lóðinni. Nefndin vísar umsögn um stofnun lögbýlis til sveitarstjórnar.
2. 1810058 Öldubakki 11 – Umsókn um stækkun á bílskúr
Magnús Kristjánsson óskar eftir því að fá að stækka bílskúr við Öldubakka 11 skv. meðfylgjandi loftmynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
3. 1811028 Norðurgarður 3 – Breyting/stækkun á húsi
Sigurður Ingi Ingimarsson fh. Hlíðarvegur 5-11 ehf óskar eftir því að breyta/stækka Norðurgarð 3 skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Skipulagsnefnd samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
4. 1811038 Vestri Garðsauki – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
Haraldur Þórarinsson og Ólafur Þór Þórarinsson óska eftir skráningu á lóð út úr Vestri Garðsauka L164204 skv. fyrirliggjandi niðurstöðu dómkvaddra yfirmatsmanna um skiptin á jörðinni. Að auki er óskað eftir því að hin ný stofnaða lóð fái heitið Vestri Garðsauki 2.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin og heitið á lóðinni.
5. 1811046 Ytri-Skógar – Umsókn um framlengingu á stöðuleyfi
Stefanía Björgvinsdóttir óskar eftir því að framlengja stöðuleyfi fyrir veitingavagn að Vinjum, Ytri Skógum.
Skipulagsnefnd samþykkir að framlengja stöðuleyfið til eins árs.
6. 1811048 Ystabælistorfa lóð 2 – Umsókn um nafnabreytingu
Arndís I. Sverrisdóttir óskar eftir nafnabreytingu á Ystabælistorfu lóð 2, L209018. Eftir breytingu mun eignin bera nafnið Sólbakki.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnið á lóðinni.
7. 1811049 Gunnarsgerði 4 – Fjölgun íbúða
Eðalbyggingar ehf óskar eftir því að fjölga leyfðu íbúðamagni á lóðinni Gunnarsgerði 4 úr 3 íbúðum í 4-5 íbúðir.
Nú þegar er búið að auka byggingarmagn í Gunnarsgerði úr 23 íbúðum í 29. Skipulagsnefnd hafnar því að fjölga íbúðum í Gunnarsgerði 4 úr 3 í 4-5. Verið er að vinna að deiliskipulagi fyrir áframhaldandi íbúðabyggð, en þar verður gert ráð fyrir fjölbreyttum húsagerðum m.a. raðhúsum.
8. 1412003 Drangshlíðardalur – Deiliskipulag
Guðni Úlfar Ingólfsson og Magðalena K. Jónsdóttir hafa óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir Drangshlíðardal L163652. Um er að ræða 3,6 ha af jörðinni og fellur íbúðarhúsalóðin Drangshlíðardalur 2 L178810 einnig undir skipulagið ásamt tveimur frístundahúsalóðum. Í skipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu ásamt nýjum vegslóða.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að syðsti hluti nýs aðkomuvegar muni liggja nærri rétt (ÁR-003b:004). Skv. 22. gr. laga um menningarminjar skal friðhelgað svæði umhverfis fornleifar vera 15m nema annað sé tekið fram. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að hluti skipulagssvæðisins nær til friðlýsts svæðis sem nefnist Skógafoss Jaðarsvæði og er um 0,53 km2 að stærð. Skógafoss er friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B-deild, nr. 477/1987. Í auglýsingunni kemur fram að á jaðarsvæðinu gildi ekki reglur um náttúruvættið en samt sem áður er öll mannvirkjagerði þar háð leyfi Umhverfisstofnunar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með þeim fyrirvara að tekið sé tillit til fyrrgreindra athugasemda og gert grein fyrir þeim í deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123-2010.
9. 1811052 Sögusetrið – Ósk um skilti/styttu við Suðurlandsveg
Úlfar Þór Gunnarsson óskar eftir því að setja upp skilti/styttu við Suðurlandsveg (á móts við Vínbúðina). Skiltið mun vera eftirmynd Þórshamars og vera um 4,5m á hæð.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að reglum varðandi uppsetningu skilta innan sveitarfélagsins og leggja fyrir nefndina.
10. 1811053 A-Landeyjar – Umsókn um framkvæmdarleyfi v/færslu vegar
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna færslu á vegi nr 252 í A-Landeyjum á milli Sléttubóls og Efri-Úlfsstaða. Vegkaflinn er um 1000m langur og verður byggður upp úr landinum að meðaltali um 1 metra. Efni verður tekið úr námu E-213 (Efri Úlfsstaðir, malarnáma). Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. janúar 2019.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis með fyrirvara um samþykki landeigenda.
11. 1811054 Torfastaðir 5 lóð – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
Jónas Friðbertsson og Óskar Páll Björgvinsson óska eftir því að skipta lóðinni Torfastaðir 5 lóð í tvo jafna hluta. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Markargróf-Efri.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni.
12. 1811061 Gularás – Færsla á mhl 140101 yfir á Gularáshjáleigu
Gylfi Freyr Albertsson og Margrét S Sveinbjörnsdóttir eigendur Gularás L163857 annars vegar og Ólafur Árni Óskarsson eigandi Gularáshjáleigu L163858 hins vegar, óska eftir því að skráningu mhl 140101 (sem er hlaða) verði breytt þannig að hann tilheyri Gularáshjáleigu í staðinn fyrir Gularási.
Skipulagsnefnd samþykkir breytta skráningu á mhl 140101.
13. 1812001 Farfuglaheimilið á Skógum – Stækkun á byggingu
Eyja þóra Einarsdóttir fh eigenda Farfuglaheimilisins á Skógum óskar eftir því að stækka núverandi húsnæði Farfuglaheimilisins (sem er gamli Grunnskólinn á Skógum) skv meðfylgjandi drögum.
Skipulagsnefnd bendir á að skv. samþykktu deiliskipulagi fyrir Ytri-Skóga þá er einungis heimilt að reisa byggingu á einni hæð á þeim reit sem um ræðir. Skv deiliskipulaginu var lóðin stækkuð úr 3750 í 4252 m2 og hámarksstærð viðbyggingar ákveðin 800m2. Kvaðir eru um það að þakform viðbyggingar verði að vera eins og á núverandi húsnæði. Skipulagsnefnd hafnar erindinu á fyrrgreindum forsendum.
14. 1812020 Seljalandsfoss – Endurnýjun á stöðuleyfi
Heimir Hálfdanarson, Atli Már Bjarnason og Elísabet Þorvaldsdóttir f.h. Seljaveitinga ehf. kt. 650213-1730, sækja um framlengingu á stöðuleyfi fyrir greiðasölu við Seljalandsfoss.
Skipulagsnefnd samþykkir framlegningu stöðuleyfis til eins árs.
15. 1812005 Byggingarmál – 23. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Fundargerð 23. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
16. 1809050 Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til svæðis innan jarðarinnar Hellishólar þar sem að núverandi frístundahúsalóðum er breytt í íbúðarhúsalóðir. Einungis er um breytingu á landnotkun að ræða og halda því aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. 1806054 Hellishólar – Aðalskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Tillagan tekur til breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Fyrirhugað er að breyta landnotkun á 6,6 ha í landi Hellishóla í Fljótshlíð úr frístundabyggð (F) í íbúðabyggð (ÍB). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi eru á svæðinu gert ráð fyrir 13 lóðum af mismunandi stærðum, allt frá 3.500 í rúmlega 6.000m2, fyrir einlyft einbýlishús.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og hafa verið gerðar breytingar m.t.t þeirra. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.