- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Skipulags- og byggingarembætti Rangárþings eystra auglýsir opið hús vegna aðal- og deiliskipulags- breytinga við Steina og Hvassafell. Skipulagsbreytingarnar verða til kynna í félagsheimilinu Heimalandi, 861 Hvolsvelli, miðvikudaginn 19. Júní frá kl. 16:00 til 18:00. Einnig verður hægt að skoða tillögurnar á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvolsvollur.is og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar, www.skipulagsgatt.is, mál nr. 141/2023 og 732/2024. Athugasemdum og ábendingum skal skila skrifalega í gegnum skipulagsgáttina eigi síðar en 19. júlí 2024.
Aðalskipulagsbreytingingin gerir ráð fyrir að 107,6 ha landi verði breytt úr landbúnaði í verslun- og þjónustu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir hóteli, baðlóni og gestahúsum. Á opna húsinu verður hægt að skoða tillöguna og spyrja ráðgjafa og hönnuði um efni hennar.
Þóra Björg Ragnarsdóttir
Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra