Fundargerð
203. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli fimmtudaginn 8. október 2015 kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson, Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Oddviti leitaði eftir athugasemdum við fundarboð.
Erindi til sveitarstjórnar:
Fundargerð 145. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra 01.10.15
Fundargerðin samþykkt með 6 atkv. CLB situr hjá og óskar eftir að bóka við 10. lið fundargerðarinnar.
Bókun:
Christiane telur að það sé óþarfi að setja reglur um aldur skólabílstjóra og aðra starfsmenn. Varðandi atvinnumenn í fólksflutningum þá eru í gildi fast mótaðar reglur og lög um ökuleyfi sem er farið eftir og tel ég þær reglur vera nægjanlegar.
Æskulýðsnefnd kirkna, bréf dags. 27.09.15, beiðni um fjárstuðning.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 165.000,-
Listasafn Íslands, bréf dags. 24.09.15, beiðni um fjárstuðning venga sýningar um Nínu Sæmundson.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 100.000,-
Tillaga um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi Grunn- og leikskólar.
Samþykkt samhljóða.
Elías Rúnar Kristjánsson og Arnar Freyr Ólafsson, bréf dags. 30.09.15, ósk um framlengingu leigusamnings á Fossbúð.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjórn leggur til að húsnefnd Fossbúðar haldi fund og fjalli um erindið.
Tillaga að breytingu á fulltrúum í nefndum sveitarfélagsins.
Benedikt Benediktsson víkur í Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd. Í hans stað tekur sæti aðalmanns Bjarki Oddsson, varamaður í nefndinni. Nýr varamaður Anna Rún Einarsdóttir.
Nýr varamaður í Héraðsnefnd Rangárvallasýslu, verður Þórir Már Ólafsson í stað Aðalbjargar Rúnar Ásgeirsdóttur.
Elín Birna Bjarnadóttir verði aðalmaður í atvinnumálanefnd í stað Gissurar Rúnarssonar sem fluttur er úr sveitarfélaginu.
Óli Jón Ólason verði aðalmaður í Menningarnefnd í stað Bjarka Oddssonar.
Jón Valur Baldursson verði aðalmaður í Samgöngu og umferðarnefnd í stað Aðalbjargar Rúnar Ásgeirsdóttur, varamaður verði Óli Kristinn Ottósson.
Samþykkt samhljóða.
7. Tillaga D-lista um bílastæðagjald við Skógafoss og Seljalandsfoss.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að tekið verði upp, í samvinnu við aðra landeigendur, bílastæðagjald við Seljalandsfoss og Skógafoss á vori komanda.
Greinargerð:
Vegna stóraukins fjölda ferðamanna er ljóst að bílastæði við ofangreinda staði eru löngu „sprungin” og hefur þar verið viðvarandi slysahætta vegna þrengsla. Gerð nýrra bílastæða er kostnaðarsöm og hönnun tekur tíma. Að mati flutningsmanna er það sjálfsagt og eðlilegt að þessir fjölsóttu staðir geti staðið undir þeim kostnaði sem af hlýst við að skapa betri umgjörð og ánægjulegri upplifun gesta og íbúa um leið og stuðlað er að auknu öryggi þeirra.
Samþykkt tillögunnar nú skapar mönnum svigrúm til að vanda allan undirbúning og gefur aðilum í ferðaþjónustu tíma til að laga sig að þeim breytingum sem hér væru boðaðar.
Hvolsvelli, 5 október 2015
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Tillagan samþykkt samhljóða.
Bókun fulltrúa B-lista
Deiliskipulagsvinna við Seljalandsfoss og nágrenni er langt komin og hefur þar verið gert ráð fyrir rúmgóðum bílastæðum. Stefnt hefur verið að því að ljúka þeirri vinnu eins fljótt og kostur er, með það að markmiði að hægt verði að ljúka við ný bílastæði skv. skipulagi fyrir næsta sumar. Sveitarstjórn hefur á 2 síðastliðnum fundum sínum fengið til sín gesti til að bera saman leiðir til að hefja gjaldtöku á umræddum bílastæðum, svo undirbúningur gjaldtöku er þegar hafinn, enda hefur sveitarstjóra verið falið að vinna úr upplýsingum undangenginna kynninga.
Ísólfur Gylfi Pálmason
Lilja Einarsdóttir
Benedikt Benediktsson
Þórir Már Ólafsson
Kl. 12:45 er gert hlé á fundinum til að sveitarstjórnin geti verið viðstödd afhendingu grænfánans í Hvolsskóla og afhendingu Vakans hjá South Iceland Adventure. Sveitarstjórn óskar báðum aðilum til hamingju með áfangann.
Christiane L. Bahner vék af fundi kl. 13:57
Tillaga D-lista um upptökur sveitarstjórnarfunda og miðlun á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að sveitarstjórnarfundir verði framvegis teknir upp í hljóði og mynd og þeir gerðir aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins svo fljótt sem auðið er að loknum fundum. Ráðast þarf í kaup á einföldum tækjabúnaði vegna framangreinds.
Greinargerð:
Sú þróun hefur orðið víða að fundir bæjar-og sveitarstjórna eru teknir upp. Mismunandi er svo hvort streymt er beint á netið, sent er út í sjónvarpi eða hvort upptökur eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins skömmu eftir fund. Það sem við leggjum til er síðast taldi kosturinn.
Teljum við að með þessu sé stjórnsýsla sveitarfélagsins gerð opnari. Umrædd leið gefur fleirum innsýn inn í störf sveitarstjórnar og eflir skilning og áhuga á vinnu sveitarstjórnar.
Hvolsvelli, 4. október 2015
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Samþykkt að fresta afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar og er sveitarstjóra falið að kynna sér reynslu sveitarfélaga sem farið hafa þessa leið.
Áskorun til ríkisstjórnarinnar vegna lögregluembættisins á Suðurlandi og sýslumannsins á Suðurlandi.
Lögreglustjóraembættið: Sveitarstjórn gleðst yfir að Lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi aðalaðsetur á Hvolsvelli. Afar brýnt er að tryggja nægilegt fé til reksturs embættisins, en staðreyndin er að embættið stendur afar illa í samanburði við önnur embætti varðandi lágt hlutfall lögreglumanna á hvern íbúa, þrátt fyrir gríðarlegan fjölda ferðamanna. Einnig er mikilvægt að embættið hafi möguleika á að kaupa eða leigja viðbótarhúsnæði þannig að embættið geti verið á einum stað á Hvolsvelli.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli: Á sama hátt þarf að tryggja sýslumannsembættinu nægjanlegt rekstrarfé. Einnig er vilji á embættinu til að taka að sér aukin verkefni. Hafa þarf að leiðarljósi að skapa störf á landsbyggðinni. T.a.m. er ráðgert að taka upp rafrænar þinglýsingar á næsta ári. Það gefur augaleið að þarna er tækifæri til þess að skapa sérhæfð störf og er embættið á Hvolsvelli einkar vel til þess fallið að taka að sér slíkt verkefni.
Samþykkt samhljóða.
Áskorun til framkvæmdastjórnar og forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Heilsugæslu Rangárþings: Sveitarstjórn Rangárþings eystra harmar Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli hafi ekki opnað eftir sumarleyfi og enn er óvíst hvenær heilsugæslustöðin opnar á ný.
Á Hvolsvelli eru gríðarlega stórir vinnustaðir eins og Sláturfélag Suðurlands og því brýnt að vera með örugga þjónustu á Hvolsvelli. Rangárþing eystra hefur einnig gert þjónustusamning við HSU m.a. til þess að tryggja trausta og góða þjónustu stofnunarinnar á Hvolsvelli.
Sveitarstjórn hvetur til þess að framkvæmdum við heilsugæslustöðina verði flýtt sem auðið er og að heilsugæslustöðin opni sem allra fyrst. Öll óvissa í þessum efnum er óviðunandi .
Samþykkt samhljóða.
Tillaga um sameiginlegan undirbúning fjárhagsáætlunar 2016 og þriggja ára áætlunar 2016-2018.
Samþykkt samhljóða og frumvarp að fjárhagsáætlun verði lagt fram af byggðarráði fyrir sveitarstjórn 5. nóvember 2015.
Fundargerð 35. fundar skipulagsnefndar 01.10.15
SKIPULAGSMÁL:
1407001 Ormsvöllur, Dufþaksbraut og hluti Hlíðarvegar - Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreyting fyrir Ormsvöll, Dufþaksbraut og hluta Hlíðarvegar á Hvolsvelli. Breytingin tekur aðallega til landnotkunar og breytinga á lóðastærðum og byggingarreitum. Tillagan hefur verið send til kynningar á alla lóðarhafa innan deiliskipulagssvæðisins.
Skipulagsnefnd fer yfir helstu breytingar sem tillagan tekur til. Nefndin leggur til að lóðin Ormsvöllur 23 verði felld út til þess að eiga möguleika á því að fara í úrbætur á gatnamótum Hlíðarvegar og Ormsvallar. Tillaga að deiliskipulagi var send til kynningar á alla lóðarhafa innan skipulagssvæðisins. Ein umsögn barst. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn tekur undir breytingartillögu nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1505002 Hvolstún – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin felst í að húsagerðir við Hvolstún 5 og 7, og 14 og 16, breytast úr E-1 í R-2, það er úr einnar hæðar einbýlishúsum í einnar hæðar raðhús með innbyggðri bílgeymslu. Austasti hluti götunnar Hvolstún breytist þannig að gangstétt og bílastæði verða austan götunnar en voru áður vestan hennar. Bílastæði á lóð við Hvolstún 8 og 10 færast á vestur hluta lóðar. Byggingarreitir á lóðum breytast sem samsvarar færslunni og bindandi byggingarlína á lóð nr. 8 fellur út.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 10. júlí, með athugasemdafresti til 21. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust við tillöguna, önnur þeirra undirrituð af 14 íbúum við Hvolstún og Öldubakka.
Farið yfir innkomnar athugasemdir. Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu deiliskipulagsbreytingar verði frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða þá sem gerðu athugasemdir til fundar, eins og óskað var eftir í athugasemd.
Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins.
1505005 Kirkjulækjarkot, neðra svæði - Deiliskipulag
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi frístunda og verslunar- og þjónustusvæðis sem var til meðferðar á árunum 2005-2006. Deiliskipulagið öðlaðist hinsvegar aldrei gildi. Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, einn eigandi lands innan skipulagssvæðisins óskar eftir því að deiliskipulagið verði tekið aftur til meðferðar. Erindinu var frestað á 32. fundi skipulagsnefndar 11. maí 2015.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarsjórn að samþykkt verði að taka tillöguna aftur til meðferðar, í samvinnu við landeigendur innan skipulagssvæðisins. Endurvinna þarf deiliskipulagstillöguna mv. núgildandi lög, reglugerðir og aðalskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði tekin aftur til meðferðar í samvinnu við landeigendur innan skipulagssvæðisins.
1505010 Steinmóðarbær – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3ha. spildu úr landi Steinmóðarbæjar. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, bílskúrs og byggingar sem ætlaðar eru fyrir ferðaþjónustu. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 10. júlí, með athugasemdafresti til 21. ágúst 2015. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir um tillöguna bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun. Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu í umsögnum.
Skipulagsnefnd bendir á að deiliskipulagstillagan sé innan hverfisverndar á Markarfljótsaurum og er verndað sem „mólendi og votlendi, mikið fuglavarp“. Svæðið er á uppgrónum áraurum, svæðið er þurrlent og gróður fremur rýr. Nefndin óskar eftir að umsögn verði fengin frá Umhverfisstofnun og Veðurstofunni og samþykkir tillöguna með fyrirvara um jákvæðar umsagnir.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Umhverfisstofnunar og Veðurstofunnar.
1508014 Akurey – Landskipti
Félagsbúið Akurey 2 kt. 680400-3260, óskar eftir því að skipta 12 ha. Spildu úr jörðinni Akurey 1 ln.163921 skv. meðfylgjandi umsókn og uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 14. sept 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
1509056 Mögugil – Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku
Vegagerðin kt. 680269-2899, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Mögugili. Náman er skilgreind í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, E-601 Mögugilsnáma með áætlaðri stærð uppá 3.000m² og 35.000m³. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að taka um 3.000m³ af efni úr námunni til notkunar við hefðbundið viðhald malarvega í nágrenni við námuna. Áætlaður vinnslutími er í október og nóvember 2015.
Framkvæmdin fellur í C flokk í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000, liður 2.04. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Rangárþings eystra farið yfir tilkynningu og framkvæmdaleyfisumsókn framkvæmdaraðila. Niðurstaða skipulagsnefndar er að efnistaka úr Mögugili sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt skv. 1. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123.
Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt skv. 1. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123.
1509072 Rauðsbakki – Deiliskipulag
Sigurður Magnús Sólonsson kt. 050765-3269, óskar eftir heimild til þess að vinna deiliskipulag fyrir hluta af jörð sinni Rauðsbakka, Rangárþingi eystra. Fyrir liggur lýsing deiliskipulags Rauðsbakka, Hótel/gististaður, unnin af VSÓ Ráðgjöf, dags. 10. september 2015. Lýsingin tekur til um 6-7 ha svæðis innan jarðarinnar Rauðsbakka.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og mælist til þess að hún verði kynnt fyrir almenningi og send Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð og að framkomin lýsing verði kynnt almenningi og send Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1509075 Skarðshlíð II – Deiliskipulag
Steinsholt sf. óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á jörðinni Skarðshlíð II, fyrir hönd eigenda, Fjallafje ehf kt. 620515-1160 og Ólafur Tómasson kt. 271047-4609. Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,7 ha. svæðis úr landi Skarðshlíðar II, Rangárþingi eystra. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og lagfæringar á verslunarhúsi ásamt stækkun / nýbyggingar til ferðaþjónustu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1509076 Skarðshlíð 1 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Steinsholt sf. fh. landeigenda Skarðshlíðar 1, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 1. Breytingin tekur til færslu byggingarreits, byggingarheimilda og aðkomu.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en landeiganda og sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og tillagan verið afgreidd skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
1509104 Þorvaldseyri – Deiliskipulag
Steinsholt sf. f.h. landeigenda á Þorvaldseyri, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Deiliskipulagstillagan mun taka til 2-3 starfsmannahúsa á landi jarðarinnar.
Skipulagsnefnd bendir á að ef um íbúðarhús er að ræða sbr. umsókn, beri að vinna deiliskipulagið í samræmi við grein 4.17.5. í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð og tekur undir bókun nefndarinnar.
1509105 Kirkjuhvolsreitur – Deiliskipulag
Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Kirkjuhvolsreitinn á Hvolsvelli. Í gildi er deiliskipulag frá 2007 sem gerð var breyting á árið 2013. Lagt er til að með gildistöku nýs deiliskipulags muni núgildandi deiliskipulag með síðari breytingum falla úr gildi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir allt að 3000m² viðbyggingu við dvalarheimilið Kirkjuhvol. Byggingin getur verið tvær hæðir og kjallari. Byggingarreitir sem merktir voru S1 á gildandi skipulagi falla út. Einnig eru gerðar breytingar á bílastæðum og göngustígum.
Skipulagsnefnd fer yfir helstu breytingar sem tillagan tekur til. Skpulagsnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir stækkun á núverandi bílastæði, hugað verði að aðkomu vegna aðfanga og staðsetnginu sorpsskýlis. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tekur undir bókun nefndarinnar.
1509111 Hlíðarendakot – Framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun
Guðrún Stefánsdóttir kt. 020259-4509, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun á jörð sinni Hlíðarendakoti, Rangárþingi eystra. Um er að ræða framkvæmdir við gerð þriggja jarðvergstífla, vatnslagna/þrístipípa og byggingu stöðvarhúss. Framkvæmdum er líst í meðfylgjandi gögnum unnum af BMJ Energy.
Framkvæmdin fellur í C flokk í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000, liður 3.23. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Rangárþings eystra farið yfir tilkynningu og framkvæmdaleyfisumsókn framkvæmdaraðila. Niðurstaða skipulagsnefndar er að framkvæmd við smávirkjun að Hlíðarendakoti sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt skv. 1. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis skv. 1. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Kortasjá og skráningarkerfi fyrir rotþrær, kynning.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Loftmyndir ehf.
Dr. Janus Guðlaugsson kemur í heimsókn um kl. 15:00
Janus kynnir verkefni sem snýr að heilsueflingu íbúa 60+.
Fundargerðir:
19. fundur Heilsu-íþrótta- og æskulýðsnefndar 10.09.15
Staðfest.1. liður fundargerðar: Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með tillögu nefndarinnar um að selja einungis hollustuvörur í íþróttamiðstöðinni og fjarlægja þaðan gos og sælgæti úr sölu. 5. liður fundargerðar: Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að yfirfara erindisbréf ungmennaráðs og samþykktir sveitarfélagsins í samræmi við breytingatillögur.
Fundur í fjallskilanefnd Vestur-Eyfellinga 27.08.15 Staðfest.
28. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 28.08.15 Staðfest.
242. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 28.09.15 Staðfest.
167. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 24.09.15 Staðfest.
Mál til kynningar:
Opnun verðkönnunar í frágang á móttökuhúsi við Sorpstöð Rangárvallasýslu bs á Strönd 02.10.15
Fundargerð 16. Aðalfundar Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands 23.09.15
Leyfisbréf, rekstrarleyfi til handa Hilmari Andréssyni, Miðbælisbökkum.
Samráðsfundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga 25.09.15
Minjastofnun Íslands, bréf dags. 28.09.15, Steinmóðabær Rangárþings eystra.
Minjastofnun Íslands, bréf dags. 28.09.15, Rauðafell 1.
Stígagerð og mannvirkjahönnun á útisvæði við Seljalandsfoss.
Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
SASS, Forathugun um svæðisskipulagsáætlun fyrir Suðurland.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.26
____________________ _______________________
Lilja Einarsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason
______________________ ______________________
Þórir Már Ólafsson Benedikt Benediktsson
_______________________ _______________________
Birkir A. Tómasson Kristín Þórðardóttir
_______________________
Christiane L. Bahner