- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða sveitarstjórnar kynnt vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra
Tjaldsvæði Hvolsvallar – óveruleg breyting
Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að leiðrétta afmörkun tjaldsvæðis innan þéttbýlis á Hvolsvelli. Stærð tjaldsvæðis (AF55) stækkar lítillega og opin svæði (OP3) fara úr 15,6 í 13,7 ha að stærð.
Samkvæmt 31. gr. og 41. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra ásamt deiliskipulagstillögu.
Austurvegur 19 – breyting á deiliskipulagi
Deiliskipulagstillagan að Austurvegi 19 heimilar þriggja hæða hótelbyggingu með allt að 7,5 m mænishæð og allt að 3592,6 m² byggingu á 15.620 m² lóð. Áætlaður fjöldi gistirýma er allt að 180 gesti. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins er varðar stækkun á miðbæjarsvæði Hvolsvallar skv. 41. gr. skipulagsreglugerðar nr. 123/2010.
Miðbæjarsvæði Hvolsvallar – breyting á aðalskipulagi
Lýsingin gerir ráð fyrir að miðbæjarsvæði Hvolsvallar M1 stækkar um 2 ha til norðvesturs vegna framtíðaráforma á svæðinu ásamt því að íbúðafjöldi á M3 fer úr 70 í 120.
Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 27. september 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur til og með 8. nóvember 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Þóra Björg Ragnarsdóttir
Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra