1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár. Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.
Dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum.
Í Rangárþingi eystra eru sex kvenfélög sem öll setja mikinn svip á sveitarfélagið með óeigingjörnum störfum sínum. Kvenfélögin eru:
Kvenfélagið Fjallkonan undir Austur-Eyjafjöllum
Kvenfélagið Eygló undir Vestur-Eyjafjöllum
Kvenfélagið Freyja í Austur-Landeyjum
Kvenfélagið Bergþóra í Vestur-Landeyjum
Kvenfélagið Eining í Hvolhrepp
Kvenfélagið Hallgerður í Fljótshlíð