Kvenfélagið Eygló undir Vestur-Eyjafjöllum hélt 17.júní hátíðlegan á Heimalandi að vanda í samstarfi við ungmennafélagið Trausta. Mörgu var fagnað þann dag: 80 ára afmæli lýðveldisins en fyrst og fremst að á þessu ári hélt kvenfélagið uppá 80 ára starfsafmæli. Kvenfélagið Eygló var stofnað af framsýnum Eyfellskum konum þann 19. apríl árið 1944. Einnig var haldið uppá að 40 ár voru frá vígslu félagsheimlisins Heimalands sem gegnir enn í dag lykilhlutverki í starfi kvenfélagsins Eyglóar og samfélagsins undir Eyjafjöllum.

Hátíðarhöldin voru því með veglegra móti þetta árið og fjölmenni á Heimalandi. Hefðbundar hátíðarræður, íþróttakeppni, viðurkenningar og kaffihlaðborð í boði kvenfélagsins í tilefni fyrrgreindra tímamóta. Búnaðarfélag V-Eyfellinga stóð fyrir veitingu að afreksbikar okkar Eyfellinga sem færður er árlega þeim Eyfellingi sem þykir skara framúr á sínu sviði. Í ár var það Sunna Lind Sigurjónsdóttir frá Efstu-Grund sem hlaut viðurkenningu fyrir eftirtektarverðan árangur í hestamennsku.

Kvenfélagið stóð einnig fyrir happdrætti og safnaðist þar um 300 þús kr til styktar krabbameinsfélagi Rangárvallasýnslu. Hápunktur hátíðarhaldanna var svo fjallkonan sem að þessu sinni var. Katrin Birna Viðarsdóttir en hún klæddist nýsaumuðum skautbúningakyrtli í eigu kvenfélagsins. Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, kvenfélagskona frá Ásólfsskála á heiðurinn af því að félagi eignaðist slíkan dýrgrip. Þorgerður Jóna sauðmaði kyrtilinn undir handleiðsli frá Heimiliiðnarafélaginu og færði kvenfélaginu sína vinnu að gjöf. Kyrtill er veglegur gripur sem nýtast mun komandi kynslóðum undir Eyjafjöllum