Í Hallgerðartúni er mikið byggingarefni utan lóðamarka. Nú þegar fjöldi íbúa í Hallgerðartúni hefur aukist er mikilvægt að tryggja öryggi íbúa og þá sér í lagi þeirra barna sem í hverfinu búa.

Í lok október var sent út bréf á aðila sem ekki höfðu hlotið lokaúttekt í Hallgerðartúni og þeir beðnir um að fjarlægja efni sem teppir meðal annars göngustíga sem tengja botnlangann Hallgerðartún 30-58 við aðalgötu Hallgerðartúns. Því miður voru viðbrögð við þeim pósti ekki þau sem vænta mátti. Enn er mikið byggingarefni á göngustígnum sem og víðar. Er byggingaraðilum gefinn 10 daga frestur til að fjarlægja það efni sem er utan þeirra lóða, að öðrum kosti verður efnið fjarlægt á kostnað eiganda.


Einnig er minnt á að samkvæmt 4.11.3. gr. Byggingarreglugerðar segir:

Girða skal af byggingarvinnustað sem liggur að götu, göngustíg eða öðrum svæðum þar sem hætta getur stafað af fyrir vegfarendur. Þess skal gætt að slíkar girðingar hindri ekki umferð fótgangandi um götuna eða aðra umferð utan lóðar.

Nánar má lesa um öryggi á byggingarvinnustöðum má finna á vef HMS.


Mikilvægt er að tryggja öryggi íbúa í hverfinu og þar þurfa allir að koma saman á eitt til að tryggja að börn og aðrir vegfarendur geti komist óhindrað um hverfið.