Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

 

Hvolsvegur og Hlíðarvegur – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan tekur til hluta af Hlíðarvegi, Hvolsvegi og gerir ráð fyrir hringtorgi við gatnamót. Með deiliskipulaginu verður hluti mannvirkja víkjandi en gert er ráð fyrir 8-12 íbúðum á tveimur hæðum með risi. Hámarkshæð verður 7,5 m og heildarbyggingarmagn á svæðinu verður 1728 m². Á þegar byggðum lóðum er gert ráð fyrir byggingarreitum, nýtingarhlutfalli en einnig verður heimilt að byggja bílskúr eða aukahús, allt að 50 m².

 

Dímonarflöt – nýtt deiliskipulag

Tillagan gerir ráð fyrir frístundarlóðum að Dímonarflöt 1-2 og 6-7. Heimilt verður að byggja frístundarhús, gróður- og gestahús ásamt geymslu eða skemmu. Hámarksbyggingarmagn verður allt að 300 m². Hámarkshæð og húsgerð eru að öðru leyti frjáls.

 

Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 29. maí 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur til og með 10. júlí 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt lýsing á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

 

Miðeyjarhólmur – breyting á aðalskipulagi

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 150 ha. landi úr Miðeyjarhólma, L163408, sem er landbúnaðarland (L1 og L2) í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).

 

Ofangreind lýsing verður kynnt með opnu húsi á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 4. júní kl. 8:30 til kl 10:00.

Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 29. maí 2024 með athugasemdarfrest til og með 19. júní 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

 

Dímonarflöt – breyting á aðalskipulagi

Aðalskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að 51,6 ha. landbúnaðarlandi (L2) verði breytt í frístundarbyggð (F).

 

Hægt að nálgast skipulagslýsinguna heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 29. maí 2024 með athugasemdarfrest til og með 19.júní 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

 

Ytra-Seljaland – óveruleg breyting á aðalskipulagi

Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi að Ytra-Seljalandi (F31). Verið er að leiðrétta afmörkun skipulagssvæðisins, gert er ráð fyrir 35 lóðum sem eru 0,5 til 1,0 ha að stærð. Stærð skipulagssvæðisins helst óbreytt.