- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Jólaljósin verða kveikt kl 16:30 á jólatrénu á miðbæjartúninu og mastrinu okkar flotta miðvikudaginn 20.nov.
Barnakór Hvolsskóla mun syngja jólalög, Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri mun ávarpa gesti, Landsbankinn mun gefa börnunum nammipoka og heyrst hefur að jólasveinarnir ætli að skreppa til byggða til að heilsa upp á gesti.
Jólaísinn verður kominn í Valdísi og Sveitabúðin Una býður svo gestum upp á kakó, kleinur og jólaköku.