Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti samhljóða reglur um styrki til nema í hjúkrunarfræði í Rangárþingi eystra. Áður hafa verið samþykktar svipaðar reglur til nema í leikskólakennarafræðum í sveitarfélaginu.

Reglur þessar gilda um nema í Rangárþingi eystra sem leggja stund á háskólanám í hjúkrunarfræði og annað hvort vinna á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli eða hafa áform um að gera það. Sveitarstjórn vill með þessu auðvelda þeim sem eru nú þegar í námi eða hyggja á nám í hjúkrunarfræði að stunda nám sitt og er markmiðið að fjölga hjúkrunarfræðimenntuðu starfsfólki á Kirkjuhvoli.

Hér má finna reglurnar.