Í haust hófst vinna hjá Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd í að skoða og rýna í samninga við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Kallað var eftir gögnum síðustu ára frá íþróttafélögunum, horft í iðkendatölur, umfang, kostnað og aðra starfssemi. Í kjölfarið var svo farið í gerð samninga við félögin. Samningarnar snúa að eflingu enn frekar íþrótta- tómstunda- og æskulýðsstaf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn og HÍÆ nefnd er þeirrar skoðunnar að íþróttafélögin sinni öflugu og viðurkenndu íþrótta- og forvarnarstarfsemi auk þess sem Rangárþing eystra er Heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á heilbrigðt og jákvætt samfélag.

Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra hefur nú, undirritað fyrir hönd sveitarfélagsins, þjónustusamning við öll fimm íþróttafélögin þe. Dímon, KFR, Skyttur, Geysi og GHR. Samingarnir gilda allir í þrjú ár og verða endurskoðaðir fyrir 1. janúar 2027.

Á myndunum má sjá formenn íþróttafélaganna og Anton Kára við undirritun.

 

Tinna Erlingsdóttir formaður Knattspyrnufélgs Rangæinga

Magnús Ragnarsson formaður Skotfélagsins Skyttur

Eiríkur Vilhelm sigurðsson formaður Hestamannafélagsins Geysir

Guðmundur Ágúst Ingvarsson formaður golfklúbbsins GHR

Sigurður Jensson formaður Íþróttafélagsins Dímon