Ungmennaráð Rangárþings eystra er skipað 7 fulltrúum á aldrinum 14-25 ára og jafn mörgum til vara. Fulltrúar eru kosnir til tveggja ára og nú vantar okkur þrjá fulltrúa.

Tilgangur ungmennaráðs er ma. að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu, þjálfa ungmennin í lýðræðislegum vinnubrögðum, skapa þeim vettvagn til að koma skoðunum sínum á framfæri og efla umfjöllun sveitarfélagsins um málefni sem tengjast ungu fólki.

Ungmennaráð hittst 6 - 8 sinnum á ári og eru fundir í um það bil klukkutíma.

Starfsmaður ungmennaráðs er íþrótta- og æskulýðfulltrúi.

Umsóknafrestur er til 21 október 2024. 

Umsóknarform má finna hér. eða skanna QR kóða.

Ungmennaráð og íþrótta- og æskulýðfulltrúi velja úr umsóknum.

 

 

Ungmennaráð Rangárþings eystra.