- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fyrir vikusíðan héldum við upp á vel heppnuð 17.júní hátíðarhöld á Hvolsvelli og víða um sveitarfélagið.
Veðrið var upp á sitt besta en sama má segja um gesti hátíðarinnar eins og sjá má á þessum myndum.
Opið hús var hjá lögreglunni, björgunarsveitinni Dagrenningu og slökkviliðinu.
Hestar og Fjöll teymdu svo undir börnunum á túninu við Valhalla.
Skrúðgangan fór sína hefðbundnu leið frá Kirkjuhvoli með unga knapa, þá Eðvarð Eggert Heiðarsson og Elimar Edvardsson í broddi fylkingar og lá leiðin á miðbæjartúnið þar sem hátíðarhöldin fóru fram við afsteypuna af Afrekshug Nínu Sæmundsson.
Þar hófst hátíðardagskráin með smá hreyfingu hjá íþróttaálfinum sem bæði börn og fullorðnir voru dugleg að taka þátt í.
Unnur Birna tók lagið og fjallkonan þetta árið var Jódís Assa Antonsdóttir nýstúdent.
Heimsmeistarinn okkar Elvar Þormarsson flutti svo skemmtilega og góða hátíðarræðu.
Eftir hátíðarhöldin voru hoppukastalar opnaðir við góðar undirtektir eins og ávalt. Krakkarnir spiluðu loftbolta og var hægt að gæða sér á bæði ís og candy floss.
Hátíðarkaffi var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, Goðalandi, Heimalandi og Njálsbúð.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum.
Ef íbúar hafa vilja sjá breytingu á fyrirkomulaginu fyrir næsta ár eða tillögur að atriðum má gjarnan senda þær á simmi@hvolsvollur.is
Ef þessi gæti sagt sögur yrðu þær eflaust mjög margar.
Glæsilegur floti björgunarsveitarinnar Dagrenningar
Dagbjartur við einn af bílum lögreglunar
Krakkarnir nutu sýn á hestunum hennar Martinu hjá Hestar og Fjöll.
Eðvarð Eggert Heiðarsson og Elimar Edvardsson
Fjöldi fólks lagði leið sína á miðbæjartúnið við Afrekshugann.
Íþróttaálfurinn og Solla stirða hristu upp í mannskapnum.
Aton Kári sveitarstjóri var duglegur að hreyfa sig með íþróttaálfinum.
Glæsilegir íslensku þjóðbúningarnir okkar
Sæbjörg Eva Hlynsdóttir var kynnir hátíðarinnar.
Fjallkonan Jódís Assa Antonsdóttir nýstúdent var glæsileg.
Einstaklega flottur og myndarlegur hópur sem fylgdi fjallkonunni.
Ísbíllinn mætti á svæðið og myndaði langa röð í góða veðrinu.
Á Goðalandi var fullt hús í hátíðarkaffinu.
Þær Þóra, Aðalheiður og Eyrún spiluðu og sungu skemmtileg lög.
Hér má sjá myndarlegan hóp í þjóðbúningum.