- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Byggðasamlag um félagsþjónustu í Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu tók til starfa árið 2003. Að byggðasamlaginu standa Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur, en sá síðastnefndi gekk að fullu í samlagið um áramótin 2005-2006.
Stofnsamþykktum byggðasamlagsins var breytt á aukaaðalfundi í ágúst 2013. Um áramótin 2013 – 2014 bættist lögbundin sérfræðiþjónusta sveitarfélaga við leik- og grunnskóla við starfsemina í kjölfar niðurlagningar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haft hafði sérfræðiþjónustu á svæðinu með höndum frá árinu 1996.
Framkvæmdastjóri byggðasamlagsins er Svava Davíðsdóttir.
Í stjórn byggðasamlagsins sitja 5 fulltrúar, einn frá hverju sveitarfélagi sem aðild á að því.
Félagsþjónustan er til húsa að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu, sími 487-8125, en skólaþjónustan að Austurvegi 4 á Hvolsvelli, sími 487-8107.
Nánari upplýsingar um hvora deild fyrir sig er aðgengileg á heimasíðu félags- og skólaþjónustunnar.
Stjórn félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.
Fundargerðir stjórnar