Markmið með því að útbúa þessa móttökuáætlun fyrir nýja íbúa af erlendu bergi brotnu er að bæta aðlögun þeirra að samfélaginu en hér geta þau fengið allar þær upplýsingar um þjónustu og stofnanir sem gætu verið nauðsynlegar þegar flutt er í Rangárþing eystra.

Að sækja um kennitölu/skrá lögheimili

Fara inn á www.skra.is/ees

Nauðsynlegt að vera með netfang

Gögn:

Skilríki: Við komu til landsins þarf að mæta og framvísa vegabréfi eða ferðaskilríki á skráningarstað og það þurfa að vera a.m.k. sex mánuðir eftir af gildistíma þess. Fylgi afrit ferðaskilríkis með umsókn þarf að vera afrit af báðum hliðum þess.

Fæðingarvottorð barna: Nauðsynlegt er að skila inn fæðingarvottorðum barna þegar sótt er um lögheimilisskráningu þeirra, en fullorðnir einstaklingar mega skila því inn ef þeir vilja. Við komu til landsins þarf að mæta og framvísa fæðingarvottorðinu á skráningarstað. Afrit vottorðs sem fylgir með umsókn þarf að vera af báðum hliðum vottorðsins og ef vottorðið er ekki á ensku eða íslensku þá þarf einnig að fylgja með þýðing gerð af löggiltum skjalaþýðanda.

Hjúskaparvottorð: Ef hjúskaparvottorð er ekki lagt fram þá verður umsækjandi skráður með óupplýsta hjúskaparstöðu í þjóðskrá. Einstaklingar eru hvattir til að skila inn gögnum um hjúskaparstöðu sína því það mun auðvelda ýmsa aðra skráningu er varða hagi einstaklings í þjóðskrá, t.d. skráningu maka og barna. Við komu til landsins þarf að mæta og framvísa hjúskaparvottorði á skráningarstað, hafi því verið skilað inn á annað borð. Afrit vottorðs sem fylgir með umsókn þarf að vera af báðum hliðum vottorðsins og ef vottorðið er ekki á ensku eða íslensku þá þarf einnig að fylgja með þýðing gerð af löggiltum skjalaþýðanda.

Staðfesting vinnuveitanda

Vinnuveitandi þarf að skrá sig inn á vinnuveitendagáttina og fylla þar út staðfestingu á ráðningarsambandi við umsækjanda eftir að umsókn hefur verið skilað inn.

Staðfesting á næstu lögreglustöð eða á skrifstofu Þjóðskrár.

Allir umsækjendur þurfa að skila inn afriti/mynd af vegabréf eða löggildu skilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma. Mæta þarf í eigin persónu á skráningarstað og framvísa frumriti ferðaskilríkis sem og fæðingarvottorðs og/eða hjúskaparstöðuvottorðs.

 

Rafræn skilríki / Íslykill

  • Nauðsynlegt að vera með íslenskt símanúmer.
  • Þegar virkja á rafrænt skilríki á kort þarf að hafa meðferðis PUK númer og ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af Þjóðskrá Íslands eða vegabréf. Hægt er að virkja kortin í útibúum banka og á skrifstofu Auðkennis í Borgartúni 31, 105 Reykjavík.

Á hvaða síðum má skrá sig inn með rafrænum skilríkjum

Island.is

Upplýsinga- og þjónustugátt opinberra aðila á Íslandi. Þar getur fólk og fyrirtæki fengið upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu hjá opinberum aðilum á einum stað í gegnum eina gátt.

Þjóðskrá

Þjóðskrá gefur út vegabréf, kennitölur, Íslykla og ýmis önnur vottorð. Þjóðskrá heldur utan um skráningu á fasteignum, skráningu á íbúafjölda, ákveður brunabótamat og fasteignamat.

Heilsuvera

Á Heilsuveru geta einstaklingar bókað tíma rafrænt á heilsugæslustöð, fengið yfirsýn yfir lyfjanotkun sína, sótt rafrænt um endurnýjun lyfseðla, séð stöðu lyfseðla í lyfseðlagátt og átt örugg rafræn samskipti við heilbrigðisstarfsmenn. Auk þess er hægt að fá aðgang að upplýsingum eigin barna að 16. ára aldri,

Tryggingastofnun – tr.is

Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni er falin hverju sinni.

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun heyrir undir félagsmálráðuneytið og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annarra vinnumarkaðstengdra verkefna.

Vinnumálastofnun starfar samkvæmt lögum nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir og lögum nr. 54/2006 um Atvinnuleysistryggingar, ásamt því að fara með framkvæmd fjölmargra annarra laga. Markmið laganna um vinnumarkaðsaðgerðir er að veita einstaklingum viðeigandi aðstoð til að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði, auk þess sem lögunum er ætlað að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli í landinu

Réttindagátt – sjukra.is

Nú hefur Réttindagátt opnað hér á sjukra.is sem eru „mínar síður“fyrir einstaklinga og rafræn samskipti þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Í Réttindagáttinni geta einstaklingar fengið upplýsingar um réttindi sín vegna heilbrigðisþjónustu. Þar er hægt að skoða:

Réttindastöðu

Hægt er að skoða réttindastöðu sína gagnvart sjúkratryggingum, þ.e. hvort einstaklingur hefur hlotið réttindi sem eykur þátttöku SÍ í læknisþjónustu, lyfjum og annarri heilbrigðisþjónustu.

Afsláttarkort vegna heilbrigðisþjónustu

Skoða má tilurð afsláttarkorts - skoðað stöðu afsláttarkortsins og prentað það út sé réttur til staðar. Með afsláttarkorti greiða einstaklingar minna fyrir heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að skoða kvittanir frá læknum sem SÍ hefur móttekið sem og séð hvernig mögulegum endurgreiðslum er háttað.

Lyfjaskírteini

Hægt er að skoða tilurð lyfjaskírteinis –hvaða lyf skírteinið gildir fyrir og hvort lyfjaskírteini sé í gildi.

Greiðsluskjöl og bréf

Nálgast má greiðsluskjöl og bréf sem gefin hafa verið út vegna viðskipta við SÍ.

Réttindagáttin er í stöðugri þróun og munu nýjar þjónustur bætast við í náinni framtíð.

Nóri – tómstundir

Nóri er tölvukerfi sem heldur utan um námskeið fyrir til að mynda íþróttafélög. Nóri auðveldar utanumhald um skráningu í íþróttastarf og innheimtu gjalda.

Lífeyrissjóður

Á Íslandi er skyldubundið samtryggingarkerfi. Samkvæmt því eiga allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs að greiða iðgjald í lífeyrissjóð sem nemur 4% af heildarlaunum. Launagreiðandi þinn greiðir að lágmarki á móti þér 8% af heildarlaunum þínum en í flestum tilvikum er mótframlag launagreiðandans hærra hlutfall af launum. Sjóðfélagar teljast allir þeir einstaklingar sem greiða eða hafa greitt iðgjald til viðkomandi lífeyrissjóðs. Tilgangur lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélögum sínum ellilífeyri til æviloka auk þess að verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku (örorku- og barnalífeyrir) og andláts (maka- og barnalífeyrir).

Hms.is – húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta. Almenn afgreiðsla er í höndum skrifstofu HMS á Sauðárkróki.

Skatturinn

Ríkisskattstjóri hefur með höndum skatt- og tollframkvæmd og stýrir stofnun sem nefnist Skatturinn. Stofnunin annast álagningu skatta, tolla og annarra gjalda auk þess að viðhafa eftirlit með réttmæti skattskila. Þá sinnir stofnunin innheimtu opinberra gjalda fyrir ríki og sveitarfélög í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur. Auk þess að tryggja þannig ríkissjóði tekjur þá gegnir Skatturinn margþættu tollgæsluhlutverki á landamærum og veitir samfélaginu vernd gegn ólögmætum inn- og útflutningi vöru. Loks viðheldur stofnunin fjölda skráa sem skipta sköpum fyrir gagnsæi og samkeppnissjónarmið í viðskiptalífinu, s.s. fyrirtækjaskrá og ársreikningaskrá.

Rarik

Meginhlutverk Rarik hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis. Um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins er í umsjón RARIK en samanlögð lengd þess er 9.000 kílómetrar. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að færa dreifikerfi RARIK úr loftlínum í jarðstrengi en með því eykst rekstraröryggi um leið og komið er til móts við sjónarmið sem vilja draga úr sjónrænum áhrifum línumannvirkja. Þessu verki miðar vel og er stefnt er að því að árið 2035 verði allt dreifikerfi RARIK komið í jörð.

Veitur

Veitur ohf. sinna mikilvægri þjónustu í almannaþágu og gæta þess að notendur hafi stöðugt aðgengi að hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Veitur er stærsta veiturfyrirtæki landsins. Vatns er aflað úr fjölda vatnsbóla. Áhersla er lögð á öfluga vernd auðlindarinnar þannig að sem flestir landsmenn eigi kost á hreinu neysluvatni. Heita vatnsins afla Veitur úr lághitasvæðum og frá jarðgufuvirkjunum ON á Hengilssvæðinu. Fyrirtækið þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu, auk þéttbýlis og dreifbýlis á Suður- og Vesturlandi. Fyrirtækið býr að 85 ára sögu sjálfbærrar jarðhitanýtingar.Veitur sjá um dreifingu rafmagns til liðlega helmings landsmanna í sex sveitarfélögum við Faxaflóa. Sérstaða rafdreifikerfis Veitna á landinu er net háspennustrengja sem liggur á milli 13 aðveitustöðva á rafdreifisvæðinu. Fráveitukerfi Veitna þjóna um helmingi landsmanna og hreinsistöðvar fyrirtækisins enn fleirum. Eftir hreinsun er frárennsli veitt út í sjóinn á Sundunum, um fimm kílómetra frá ströndinni. Í uppsveitum Borgarfjarðar reka Veitur fjórar lífrænar hreinsistöðvar.

 

Íslensku kennsla

Fræðslunet Suðurlands

Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi er fræðslumiðstöð fyrir Suðurland. Það annast og skipuleggur margs konar fræðslu; vottaðar námsleiðir og námskeið fyrir fullorðið fólk. Einnig kemur Fræðslunetið starfsþróun og endurmenntun í farveg fyrir fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á Suðurlandi.

 

Stofnanir

Rangárþing eystra – skrifstofa

Skrifstofa Rangárþings eystra

Austurvegur 4

860 Hvolsvöllur

Sími: 488 4200

Netfang: hvolsvollur@hvolsvollur.is

Skrifstofan er opin virka daga frá 09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Sumaropnun 3. júní - 15. september:

Mánudaga - fimmtudaga frá 09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Föstudaga frá 09:00 - 13:00

 

Leikskólinn Örk

Leikskólinn Örk er fimm deilda leikskóli starfræktur á Hvolsvelli. Deildirnar eru aldursskiptar og eru yngri börnin á Undralandi og í Litla Dímon, á Draumalandi og Óskalandi, Eldri börnin eru á Tónalandi sem nú er staðsett í félagsmiðstöðinni og á Ævintýralandi sem er staðsett í Litla salnum í Hvolnum. Leikskólinn er opinn frá klukkan 7:45 til klukkan til 16:15. Boðið er upp á 4 – 8,5 tíma vistun. Mögulegt er að kaupa aukatíma. Sá tími er einungis notaður í einstaka tilfellum en ekki sem fastur liður í vistun.

Hvolsskóli

Skólahérað Hvolsskóla er í austanverðri Rangárvallasýslu og nær frá Jökulsá á Sólheimasandi í austri að Eystri-Rangá í vestri. Hvolsskóli er grunnskóli með nemendur á aldrinum 6 til 16 ára og starfar í 10 bekkjardeildum. Skólanum er skipt í þrjú námsstig þ.e. yngsta stig, 1. til 4. bekkur, miðstig, 5. til 7. bekkur, og elsta stig, 8. til 10. bekkur. Hvolsskóli vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar. Í henni er leitast við að allir viti hvaða hlutverki þeir gegni, komið sé til móts við þarfir hvers og eins, tekið tillit til þeirra og skýr mörk séu öllum ljós. Einnig er unnið með ART í öllum bekkjum skólans en þá er unnið með siðferði, reiðistjórnun og félagsfærni.

Kirkjuhvoll

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll var stofnað af gömlu hreppunum í Rangárþingi eystra. Rekstur heimilisins hófst 1. mars 1985, síðar var byggt við húsið og sá áfangi tekinn í notkun árið 1989. Árið 2018 var tekin í notkun ný viðbygging með 12 herbergjum, stórum matsal, betri aðstöðu fyrir starfsmenn og fl. Allir íbúar eru í einbýli, ýmist á herbergjum eða í litlum íbúðum, öll herbergi/íbúðir eru með neyðarhnappi og tengingu fyrir síma og sjónvarp. Á Kirkjuhvoli er einstaklingsmiðuð þjónusta og leggur starfsfólk metnað sinn í að borin sé virðing fyrir einstaklingnum og fjölskyldu hans og að heimilismenn megi njóta sjálfstæðis, virkni, lífsgleði og reisnar allt til æviloka.

Framhaldsskólar

Tveir skólar starfa á suðurlandi á framhaldsskólastig, það er annarsvegar Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Laugarvatni. Í Menntaskólanum á Laugarvatni er boðið upp á heimavist fyrir nemendur. Þeim nemendum sem stunda nám við Fjölbrautaskólann á Suðurlandi stendur til boða að taka rútu að morgni dags og aftur heim seinni part dags.

Skóla- og félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýsu

Skólaþjónustan leggur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með starfsemi sinni. Það felur í sér að starfsfólk veiti nemendum, skólum og foreldrum (ó)formlega fræðslu, ráðgjöf og leiðsögn um það sem fellur undir hlutverk Skólaþjónustunnar. Stuðningur við skóla felst einnig í ráðgjöf, stuðningi og leiðsögn vegna starfshátta og starfsumhverfis og nýbreytni- og þróunarstarfa. Tilgangurinn er að styðja og efla aðila til sjálfbærni um lausnir á flestum viðfangsefnum og styrkja skóla sem faglegar stofnanir.

Félagsþjónustan

  • Barnavernd
  • Fjárhagsaðstoð
  • Málefni aldraðra
  • Málefni fatlaðs fólks

 

Heilsugæslan

Heilsugæslustöðina á Hvolsvelli má finna að Öldubakka á Hvolsvelli. Sem stendur er heilsugæslan á Hvolsvelli lokuð vegna framkvæmda og er íbúum bent á heilsugæsluna á Hellu, staðsett í Miðjunni. Opnunartími heilsugæslunnar er frá 08:00-16:00, nauðsynlegt er að panta tíma í síma 432-2700. Sími vaktþjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga eftir opnunartíma er 1700. Í neyðartilfellum hringið í 112.

Sýsluskrifstofan

Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Þar á meðal fara þeir með innheimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum.

Lögregluembættið

Starfsstöð Lögreglustjórans á Suðurlandi er staðsett á Hvolsvelli að Hlíðarvegi 16. Skrifstofan er opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl 09:00-15:00 en á föstudögum frá kl 09:00-13:00. Á neðrihæðinni er aðstaða lögreglumanna á vakt en á efri hæðinni eru skrifstofur lögreglustjóra.

Héraðsbókasafn Rangæinga

Héraðsbókasafn Rangæinga er staðsett á Hvolsvelli við Vallarbraut 16. Hlýlegur staður þar sem gott er að setjast niður og glugga í bók og/eða blað eða taka með bók heim til lestrar. Opnunartími: Vetur: Mánudaga 13-20, Þriðjudagar-Fimmtudagur 13-18 og Föstudagur 10-13. Sumar: Mánudaga frá 15-20 og Þriðjudagara-Fimmtudaga frá 15-18.

Íþróttamiðstöð

Íþróttamiðstöðin samanstendur af sundlaug, líkamsrækt, íþróttahúsi og fótbolta- og frjálsíþróttavelli. Ný og glæsileg líkamsræktarstöð var tekin í notkun í íþróttahúsinu á Hvolsvelli þann 1. september 2013. Í ræktinni eru hin ýmsu tæki nauðsynleg til líkamsræktar og aðstaða öll eins og best verður á kosið. Sundlaugin er 25m útilaug.

Á sundlaugarsvæðinu eru: tveir heitir pottar, ein vaðlaug, Rennibraut,

Úti- og inniklefar og Gufubað. Opnunartími líkamsræktar og sundlaugar eru: Sumar: mánudaga – föstudaga 06-21 og laugardaga og sunnudaga 10-19, Vetur: mánudagar-föstudagar 06-21 og laugaragar og sunnudaga 10-15.

Þjónustuaðilar

Pósturinn

Pósthúsið á Hvolsvelli er staðsett við Austurveg 2. Pósthúsið er opið alla virka daga frá kl 11-15. Pósthúsið sinnir allri helstu póstþjónustu ásamt því að bjóða upp á peningasendingar með Western Union. Póstbox er einnig staðsett á Hvolsvelli við Orkuna/Björkina og er það opið allan sólahringinn.

Landsbankinn

Landsbankinn rekur útibú á Hvolsvelli og er staðsettur við Austurveg 6. Það er hægt að sinna allri almennri bankaþjónustu. Við útibúið er einnig að finna hraðbanka. Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl 09-16.

Apótekarinn

Útibú Apótekarans er rekið á Hvolsvelli, það er staðsett við Austurveg 15. Opnunartími er alla virka daga frá kl 10-17.

Fannberg

Fannberg er fasteignasala staðsett með skrifstofur á Hellu og Hvolsvelli og fer með sölu á eignum og jörðum um allt Suðurland. Skrifstofu Fannbergs má finna við Þrúðvang 5 á Hellu og Ormsvelli 7 Hvolsvelli.

Íslensk símafyrirtæki

Síminn, Vodafone, Nova, Hringdu