Fundargerð
42. fundur, í skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn 
föstudaginn 20. maí 2016, kl. 10:00, sveitarstjórnarskrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli.

Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Víðir Jóhannsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð. 

Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi erindi á dagskrá:

1603062Hamragarðar/Seljalandsfoss - Aðalskipulagsbreyting

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1.1605031Eystra-Seljaland – Ósk um umsögn/leyfi fyrir tjaldsvæði fyrir húsbíla
2.1605006Ytri-Skógar – Fyrirspurn vegna hótelbyggingar
3.1604062Rangárþing ytra – Ósk um við lýsingu aðalskipulags
4.1509075Skarðshlíð II - Deiliskipulag
LANDSKIPTI:
5.1605027Mið-Mörk – Landskipti
6.1605026Stóra-Mörk 3 – Landskipti
7.1605025Fljótsbakki A og B – Ósk um samruna
8.1603061Núpur II – Landskipti
STÖÐULEYFI:
9.1605029Sámsstaðir 1, lóð 2 – Umsókn um stöðuleyfi
10.1605024Austurvegur 3 – Umsókn um stöðuleyfi
11.1605023Austurvegur 4 – Umsókn um stöðuleyfi
ÖNNUR MÁL:
12.1605028Ytri-Skógar – Lóðarumsókn
13.1604057Strandarhöfuð land – Ósk um nafnabreytingu
14.16050095. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
15.16040374. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
MÁLUM BÆTT Á DAGSKRÁ:
16.1603062Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting

SKIPULAGSMÁL:
1.1605031Eystra-Seljaland – Ósk um umsögn/leyfi fyrir tjaldsvæði fyrir húsbíla
Óli Kristinn Ottósson kt.300560-7099 og Auður Jóna Sigurðardóttir kt. 130158-3749, óska eftir umsögn / leyfi skipulagsnefndar og sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðs tjaldsvæðis fyrir húsbíla á jörð sinni Eystra-Seljalandi skv. meðfylgjandi gögnum.  
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að leyfi fyrir tjaldsvæðinu verði veitt fyrir sumarið 2016. Ef um áframhald reksturs tjaldsvæðisins verður að ræða, fer nefndin fram á að gert verði ráð fyrir tjaldsvæðinu með breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins. 

2.1605006Ytri-Skógar – Fyrirspurn vegna hótelbyggingar
Ólafur Kr. Sigurðsson óskar eftir áliti Rangárþings eystra á hugmyndum um að reisa 150-200 herbergja hótel á landsvæði sunnan þjóðvegar í landi Ytri-Skóga skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulagsnefnd leggur til að erindinu verði vísað til landeiganda umrædds svæðis, héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. 

3.1604062Rangárþing ytra – Ósk um umsögn við lýsingu aðalskipulags
Rangárþing ytra óskar eftir umsögn Rangárþings eystra við lýsingu endurskoðunnar aðalskipulags sveitarfélagsins. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lýsingu endurskoðunar aðalskipulags Rangárþings ytra. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Rangárþings eystra að komist verði að samkomulagi um skilgreiningu vatnsverndarsvæða sveitarfélagsins í aðalskipulagi Rangárþings ytra. Til hliðsjónar verði höfð skýrsla ÍSOR dags. 01.05.2016, sem unnin hefur verið fyrir sveitarfélagið og leggur til afmörkun vatnsverndarsvæðis fyrir vatnsbólið í Krappa. 

4.1509075Skarðshlíð II – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,7 ha svæðis úr landi Skarðshlíðar II, Rangárþingi eystra. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og lagfæringar á verslunarhúsi ásamt stækkun / nýbyggingar til ferðaþjónustu.
Skipulagsstofnun gerir í bréfi sínu dags. 30. mars 2016 athugasemd við auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins verði birt í B-deild Stjórnartíðinda. Athugasemdir stofnunarinnar snúa að aðallega að samræmi tillögunnar við aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 og skort á skilmálum sem stuðla að vandaðri umhverfismótun. Einnig bendir stofnunin á að hafa skuli samráð við Veðurstofu Íslands vegna hugsanlegrar hættu á ofanflóðum. Brugðist hefur verið við athugasemdum stofnunarinnar með því að gera óverulegar breytingar á tillögunni. Umsögn Veðurstofunnar hefur enn ekki borist og er því afgreiðslu tillögunnar frestað.

LANDSKIPTI:
5.1605027Mið-Mörk – Landskipti
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir kt. 170386-2649, Eyvindur Ágústsson kt. 040383-5589, Ásgeir Árnason kt. 240456-7969 og Ragna Aðalbjörnsdóttir kt. 190462-3319, óska eftir því að skipta lóðinni Mið-Mörk 1, 6.234m² úr jörðinni Mið-Mörk ln.163780 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 15.04.2016. Lögbýlisréttur mun áfarm fylgja Mið-Mörk ln. 163780. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 



 
6.1605026Stóra-Mörk 3 – Landskipti
Ásgeir Árnason kt. 240456-7969 og Ragna Aðalbjörnsdóttir kt. 190462-3319, óska eftir því að skipta lóðinni Stóra-Mörk 3 lóð, 7.964m² úr jörðinni Stóra-Mörk 3 ln.163810 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 15.04.2016. Lögbýlisréttur mun áfarm fylgja Stóru-Mörk 3 ln. 163810. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

7.1605025Fljótsbakki A og B – Ósk um samruna
Ársæll Hafsteinsson f.h. Forsætisbýlisins ehf. kt. 440505-0740, óskar eftir því að spildurnar Fljótsbakki A ln. 215740 og Fljótsbakki B ln. 215741 verði sameinaðar í eina spildu. Sameinuð lóð fær heitið Fljótsbakki og heldur landnúmerinu 215740. Stærð lóðarinnar eftir sameiningu er 41.436 m². 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samruna lóðanna. 

8.1603061Núpur II – Landskipti
Rangárþing eystra kt. 470602-2440, óskar eftir því að skipta spildunni Núpur 2 land 3, 7,4 ha. úr jörðinni Núpur II ln. 163790 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 17.05.2016. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Núpur II ln. 163790. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

STÖÐULEYFI:
9.1605029Sámsstaðir 1, lóð 2 – Umsókn um stöðuleyfi
Emil Guðfinnur Hafsteinsson kt. 170866-4019, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur 25 m² gámum á lóðinni Sámsstaðir 1, lóð 2 skv. meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að nýta gámana sem aðstöðu og geymslu á meðan byggingarframkvæmdir við sumarhús standa yfir. Sótt er um stöðuleyfi til eins árs.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs. 

10.1605024Austurvegur 3 – Umsókn um stöðuleyfi
Hafsteinn Guðmundsson f.h. N1 hf. kt. 540206-2010 sækir um stöðuleyfi fyrir salernisgám við hlið stöðvar N1 á Hvolsvelli að Austurvegi 3 skv. meðfylgjandi gögnum. Sótt er um stöðuleyfi til 15. sept. 2016. 
Skipulagsnefnd frestar erindinu. 

11.1605023Austurvegur 4 – Umsókn um stöðuleyfi
Gizur Bergsteinsson kt. 151173-4389 og Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir kt. 290173-5669, sækja um stöðuleyfi fyrir færanlegu allt að 120m² húsi á lóðinni Austurvegur 4 skv. meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að reka kaffihús í byggingunni. Sótt er um stöðuleyfi til eins árs. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs. 

ÖNNUR MÁL:
12.1605028Ytri-Skógar – Lóðarumsókn
G. Sigríður Pétursdóttir f.h. Skógarguesthus kt. 180813-0420, sækir um lóð fyrir 20 herbergja gistihús fyrir norðan Fossbúð, Ytri-Skógum. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað til héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslna. Einnig bendir nefndin á að skv. samþykktu deiliskipulagi fyrir Ytri-Skóga er ekki gert ráð fyrir verslunar- og þjónustulóðum fyrir norðan Fossbúð. 

13.1604057Strandarhöfuð land – Ósk um nafnabreytingu
Sigurður B. Guðmundsson f.h. Ísfáka ehf. kt. 700409-1040, óskar eftir nafnabreytingu á lögbýlinu Strandarhöfuð land ln. 196474. Óskað er eftir því að lögbýlið fái hið nýja heiti Sigurvellir. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við hið nýja nafn, Sigurvellir. 

14.16050095. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Fundargerð 5. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 4. maí 2016, lögð fyrir nefndina. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fundargerðina.

15.16040374. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Fundargerð 4. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 25. apríl 2016, lögð fyrir nefndina. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fundargerðina. 

MÁLUM BÆTT Á DAGSKRÁ:

16.1603062Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið. Annars vegar er um að ræða breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Hins vegar tekur breytingin til færslu Þórsmerkurvegar (nr.249) til vesturs að varnargarði Markarfljóts. Um er að ræða nýjan vegarkafla sem tengist Þjóðvegi 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá Þjóðvegi 1 að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur nema allra syðst þar sem stuttur vegarkafli sem tengist Þjóðvegi 1 verður aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Legu göngu- og reiðleiðar um svæðið er breytt og aðlöguð breyttum aðstæðum. Enging breyting verður á skógræktarsvæðinu né heldur staðsetningu áningarstaða Kötlu jarðvangs.
Tillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar fyrir auglýsingu. Í bréfi frá stofnuninni dags. 9. maí 2016 eru gerðar nokkra athugasemdir við tillöguna. Skýra þarf betur hvað tillagan felur í sér. Gera þarf betur grein fyrir skipulagsákvæðum og forsendum. Umræða um mismunandi kosti þyrfti að koma fram í umhverfisskýrslu. Bent er á að afla þarf leyfis landbúnaðarráðherra áður en skipulagsbreyting er samþykkt og að hafa þarf hliðsjón af ákvæðum landsskipulagsstefnu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leiðrétta tillöguna til samræmis við athugasemdir Skpulagsstofnunar. Þegar tillaga hefur verið lagfærð verði hún auglýst samhliða deiliskipulagstillögu fyrir svæðið.  

Fundi slitið 11:36

Guðlaug Ósk SvansdóttirÞorsteinn Jónsson

Lilja EinarsdóttirGuðmundur Ólafsson

Víðir JóhannssonAnton Kári Halldórsson