Sorphirðudagatal Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s er nú aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu og á Facebook-síðu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2024. Frestur til tilnefninga er til miðnættis sunnudaginn 2.febrúar nk. og þær skal senda á netfangið menntaverðlaun@sudurland.is
Veitt verður viðurkenning sem og peningaverðlaun. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SASS www.sass.is
Karlakór Rangæinga og sönghópurinn Öðlingarnir halda á næsta sunnudag styrktartónleika í Hvolnum fyrir Konráð Helga Haraldsson sem lenti í alvarlegu bílslysi undir Eyjafjöllum í desembermánuði.
Tónleikarnir hefjast kl 16:00 þann 12.janúar. Aðgangur verður ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum á tónleikunum.