Rangárþing eystra auglýsir hér með eftirfarandi einbýlishúsalóðir á Hvolsvelli, lausar til úthlutunar:

  • Bergþórugerði 2
  • Bergþórugerði 4
  • Bergþórugerði 6
  • Bergþórugerði 8
  • Bergþórugerði 18
  • Bergþórugerði 20
  • Bergþórugerði 22
  • Hallgerðartún 24
  • Hallgerðartún 28
  • Hallgerðartún 61

Bergþórugerði er nýtt 90 íbúða hverfi á Hvolsvelli, vestan við Hallgerðartún. Hverfið er með fjölbreytt íbúðamynstur; einbýli, parhús og fjölbýlishús. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar 15. apríl 2026.

Umsóknareyðublað, nánari upplýsingar um lóðirnar og skipulagsskilmála má nálgast á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á viðtalstíma skipulags- og byggingarfulltrúa. Við úthlutun lóðanna verður farið eftir úthlutunarreglum lóða í Rangárþingi eystra og samþykkt um gatnagerðargjöld. Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2026. Umsóknum skal skilað rafrænt í gengum heimasíðu sveitarfélagsins.

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Skipulags- og byggingarfulltrúi