- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það verða 17. júní hátíðarhöld á fjórum stöðum í sveitarfélaginu í ár.
Við hvetjum þá íbúa sem eiga þjóðbúninga að mæta í þeim ef veður leyfir en það setur skemmtilegan svip á hátíðarhöldin.
Á Hvolsvelli verður dagskráin hefðbundin og byrjar á morgunmat í Hvolnum. Björgunarsveitin Dagrenning verður með opið hús og selja blöðrur á staðnum, einnig verður opið hús hjá slökkviliðinu.
Skrúðganga fer af stað frá Kirkjuhvoli kl. 13:00 þar sem lúðrasveit leiðir gönguna og hátíðardagskrá hefst svo á Miðbæjartúninu kl. 13:30. Hoppukastalar, hátíðarræða, Fjallkona, tónlist og víðavangshlaup verður í boði ásamt fleiru skemmtilegu. Dagurinn endar svo á bíósýningu í Hvolnum.
Í Fljótshlíðinni verða hátíðarhöld í Goðalandi með sama móti og sl. ár. Þar hefst dagskráin kl. 15:00 og verða kaffiveitingar og sælgæti seldar á vægu verði.
Vestur Landeyingar verða með hefðbundna dagskrá í Njálsbúð. Þar byrjar fjörið kl. 13:30 á Víðavangshlaupi og öðru sprelli og kaffihlaðborð Bergþórukvenna verður þar á sínum stað.
Á Heimalandi hefst dagskráin kl. 14:00. Á dagskrá er m.a. ávarp Fjallkonunnar, bikaraafhending Búnaðarfélagsins og útileikir og að sjálfsögðu kaffihlaðborð.