Aðalfundur Hestamannafélagsins Geysis fer fram í Rangárhöllinni við Hellu mánudaginn 14. apríl næstkomandi og hefst kl 20:00.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarritara og fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Skýrslur nefnda
  4. Endurskoðaður ársreikningur
  5. Ákvörðun árgjalds til eins árs
  6. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum en hér má nálgast núverandi lög félgasins: https://www.hmfgeysir.is/geysir/log-og-reglur/

  1. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum

Tilkynna þarf stjórn með minnst viku fyrirvara tillögur sem bera á upp eða fá samþykki 2/3 fundarmanna.

Stjórn vill ræða sérstaklega mótahald félagsins undir þessum lið.

  1. Kosningar skv. 9. gr

Kosið verður um formann og tvo aðalmenn til tveggja ára og einn til eins árs þar sem sitjandi stjórnarmaður hefur beðist undan áframhaldandi setu. Einnig skal kosið um tvo varamenn til eins árs.

Formaður gefur kost á sér áfram ásamt einum af núverandi meðstjórnendum. Allir félagsmenn geta gefið kost á sér til stjórnar. Framboð skal tilkynna til stjórnar tveimur dögum fyrir fund.

Fjölmennum og tökum kvöldið frá og förum saman yfir störf félagsins á liðnu ári ásamt þeim verkefnum sem framundan eru.

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta á aðalfund og láta sig mál félgasins varða.

Stjórn Hestamannafélagsins Geysis