- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú er lesið af kappi á öllu landinu í tengslum við Allir Lesa - landsleikinn í lestri. Rangárþing eystra hefur ekki látið sitt eftir liggja og öflugir lestrarhestar hafa komið sveitarfélaginu í 5. sæti keppninnar. Starfsfólk Hvolsskóla hefur ennfremur stofnað lið og skorar á aðrar stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu að taka þátt.
Keppnin stendur til 21.febrúar nk. svo nægur er tíminn til að setjast niður með góða bók og svo er að muna að skrá lestímann.
Allar upplýsingar og skráningarform má finna hér