Rangárþing eystra óskar eftir að ráða skipulagðan og drífandi einstakling í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Fjármála- og skrifstofustjóri er staðgengill sveitarstjóra og hefur yfirumsjón með fjármálum og daglegum rekstri skrifstofu sveitarfélagsins. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða í sveitarfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á rekstri og daglegri fjármála- og skrifstofustjórn
  • Ábyrgð á fjárstýringu, fjárreiðu, reikningshaldi og innkaupum
  • Ábyrgð á fjárhagsáætlanagerð og uppgjörum
  • Umsjón með mannauðsmálum
  • Þátttaka í umbótavinnu og stefnumótun í samræmi við markmið sveitarstjórnar
  • Umsjón með fundarritun, upplýsingaöflun og ráðgjöf til sveitarstjórnar vegna stjórnvaldsákvarðana

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
  • Haldgóð reynsla af fjármálastjórnun, reikningshaldi og áætlanagerð
  • Þekking og áhugi á mannauðsmálum
  • Reynsla af skjalamálum er kostur
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sveigjanleiki
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

 

Í Rangáringi eystra búa ríflega 2200 manns og nær sveitarfélagið frá Eystri-Rangá í vestri til Jökulsár á Sólheimasandi í austri. Skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hvolsvelli og í húsnæðinu er fjölbreytt og lífleg atvinnustarfsemi. Nánari upplýsingar um Rangárþing eystra má finna á www.hvolsvollur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2026.

 

 

Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.