Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu.  
Rauðsbakki – Deiliskipulag ásamt umhverfisskýrslu
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar Rauðsbakka, Austur-Eyjafjöllum. Tillagan gerir ráð fyrir að afmörkuð verði um 5,7 ha lóð fyrir ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir allt að 1.440m² byggingu á einni hæð. Innan byggingar geta verið allt að 30 gistirými ásamt tilheyrandi þjónustu. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1 um Leirnaveg (243). 

Ofangreinda deiliskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu, er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 16. febrúar 2016.  Einnig má sjá tillöguna hér

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 29. mars 2016. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. 


F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi