- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Bifvélaverkstæðið Bílvellir opnar á ný á Hvolsvelli
Baldur Þór Sigurðsson bifvélavirkjameistari hefur hafið rekstur á bifvélaverkstæðinu Bílvellir ehf að Ormsvöllum 7 á Hvolsvelli. Verkstæðið rekur hann ásamt syni sínum Ívari Erni Baldurssyni og eiginkonu Örnu Þöll Bjarnadóttur, en Arna Þöll sér um allt bókhald fyrir verkstæðið. Baldur vann áður hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti sem umsjónarmaður verkstæðis. Opnunartími hjá Bílvöllum verður alla virka daga frá klukkan 08:00-18:00. Bílvellir hafa símanúmerin 487-8150 og gsm 895-7743. Að sögn Baldurs fer verkstæðið vel af stað og hefur verið nóg að gera þessar fyrstu vikur. Á myndinni er Ísólfur með þeim feðgum Ívari og Baldri.