- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Vorhátíð Hvolsskóla er hápunktur þemadaga skólans.
Í vikunni sem er að líða hafa staðið yfir þemadagar Hvolsskóla og tengdust þeir að miklu leiti Smáþjóðaleikunum sem verða í Reykjavík í byrjun júní. Skólinn fékk góða heimsókn á Vorhátíðina, sem haldin var síðasta vetrardag, en hann Blossi, lukkudýr smáþjóðaleikanna, mætti, ásamt Kristni Þórarinssyni sundkappa. Kristinn ræddi við elstu nemendur skólans í framhaldi af dagskrá í íþróttahúsinu. Blossi kom færandi hendi en hann færði skólanum bækur að gjöf; lestrarbókina Hærra, hraðar, sterkar og Íþróttabókina, ÍSÍ-Saga og samfélag í 100 ár. Það var vinsælt að fá mynd af sér með Blossa og margar myndir teknar af kappanum.