Eftirfarandi bókun var gerð í byggðarráði Rangárþings eystra á síðasta fundi þess fimmtudaginn 27. nóvember.

 

Byggðarráð harmar þá ákvörðun eigenda Glófa ehf. að segja upp starfsfólki sauma- og prjónastofunnar á Hvolsvelli. Áratuga reynsla og þekking starfsfólks glatast ef starfsemi fyrirtækisins yrði hætt á Hvolsvelli og flutt á höfuðborgarsvæðið. Byggðarráð hvetur eigendur til þess að endurskoða þessa ákvörðun sína og leita allra leiða til þess að starfsemi geti haldið áfram á Hvolsvelli.