Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar 100% starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa. Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa starfar með skipulags- og byggingarfulltrúa við almenna meðferð byggingarmála samkvæmt lögum um mannvirki svo sem við móttöku og yfirferð séruppdrátta, úttektir, mælingar, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.
Rangárþing eystra óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf umhverfis- og garðyrkjustjóra sveitarfélagsins. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar færni og útsjónarsemi við að viðhalda fögru umhverfi í sveitarfélaginu.
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða verkamann við sorpmóttöku í 100% starfshlutfall á móttökustöðina á Strönd.
Kvenkyns starfsmaður óskast í vaktavinnu við íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Starfið felst í því að vakta útisvæði sundlaugarinnar, klefagæslu, þrifum og afgreiðslu. Um er að ræða 100% starf morgun-, kvöld og helgarvaktir.
Við Tónlistarskóla Rangæinga starfa um 20 tónlistarkennarar, þar er góður starfsandi og blómlegt starf.