- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra í janúar 2019
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting og lýsing
Deiliskipulagsbreytingin tekur til svæðis innan jarðarinnar Hellishólar, Rangárþingi eystra, þar sem að núverandi frístundabyggð (F) er breytt í íbúarbyggð (ÍB). Einungis er um breytingu á landnotkun að ræða og halda því aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags.
Eyvindarholt – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan nær til 36,2 ha lands Eyvindarholts – Langhólma, Rangárþingi eystra. Tillagan felst í því að landbúnaðarsvæði (L) verður breytt í frístundabyggð (F). Gert er ráð fyrir allt að 14 byggingarreitum undir frístundahús.
Ráðagerði – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan nær til 16,8 ha lands úr jörðinni Steinmóðarbær, Rangárþingi eystra. Tillagan felst í því að landbúnaðarlandi (L) verður breytt í frístundabyggð (L). Gert er ráð fyrir allt að 8 byggingarreitum undir frístundahús.
Vegna mistaka, er tillaga að deiliskipulagi fyrir Miðbæ Hvolsvallar auglýst aftur. Mistökin fólust í því að greinargerð, sem fylgja átti deiliskipulagsuppdrættinum, vantaði inn á heimasíðu sveitarfélagsins.
Hvolsvöllur miðbær – Deiliskipulagstillaga og greinargerð
Deiliskipulagstillagan tekur til svæðis sem er beggja vegna þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um Hvolsvöll. Skipulagssvæðið afmarkast til norðurs að aðveitustöð Rariks. Til vesturs afmarkast skipulagssvæðið af beinni línu samhliða langhlið kyndistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Til suðurs afmarkast skipulagssvæðið af Austurvegi 1 og til austurs af Vallarbraut. Stærð skipulagssvæðisins er um 14 ha.
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
Hellishólar – Aðalskipulagsbreyting
Aðalskipulagsbreytingin tekur til hluta af jörðinni Hellishólar, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landnotkun á 6,6 ha landi jarðarinnar er breytt úr frístundabyggð (F) í íbúðarbyggð (ÍB). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi eru á svæðinu gert ráð fyrir 13 lóðum af mismunandi stærðum, allt frá 3.500 m2 í rúmlega 6.000 m2, fyrir einlyft einbýlishús.
Ofangreindar tillögur að skipulagsbreytingum er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 9. janúar 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 20. febrúar 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Fulltrúi skipulags- og byggingarmála