- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í dag er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í áttunda sinn en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Að þessu tilefni komu fulltrúar sveitarstjórnar og formaður fræðslunefndar í heimsókn í leikskólann Örk, þáðu kaffisopa og skoðuðu húsnæði leikskólans.
Við þessi tímamót afhenti Árný Jóna Sigurðardóttir, leikskólastjóri, námskrá Arkarinnar sem nýverið var kláruð. Námskrána má finna hér.