Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í leigu á hluta af félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Um er að ræða leigu í þrjá mánuði (júní, júlí, ágúst) sumrin 2026 og 2027. Til leigu er afmarkaður hluti félagsheimilisins Goðalands ásamt lóð þar í kring.

Umsækjendur skulu í umsókn sinni gera grein fyrir á hvaða hátt þeir hyggjast nýta húsið, einnig skal tilgreina leiguverð og almennar upplýsingar um væntanlegan leigutaka.

Leigutaki skuldbindur sig til að tryggja íbúum sveitarfélagsins og félagasamtökum afnot af húsinu til samfélagslegra viðburða s.s. hátíðir, menningartengdir viðburðir, fermingarveislur og erfidrykkjur á leigutíma þess.

Möguleiki er á að fá að skoða húsið samkvæmt samkomulagi.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli eða sendast á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is í síðasta lagi 19. janúar 2026.

Rangárþing eystra áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

 

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri