Óskað er eftir umsjónamanni Bása. Ráðningin er til 1 árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.  Umsjónamaður Bása er ábyrgur gagnvart framkvæmdastjóra félagsins og er ábyrgðasvið hans eftirfarandi:


Umsjón með skálum og öðrum eigum félagsins í Básum.
Landssvæði sem félagið hefur umsjá með á Goðalandi.
Eftirlit með gestum í skála og tjaldsvæði og aðstoða þá eftir þörfum.
Rekstur og umsjón tjaldsvæða.
Fjármál og dagleg uppgjör.
Birgðahald og innkaup á rekstrarvörum.
Framfylgja stefnumótun félagsins í þeim efnum sem snýr að rekstri svæðisins.
Önnur tilfallandi verkefni.


Óskað er eftir laghentum aðila sem getur sinnt ýmiskonar viðhaldi á svæðinu.  Góðir verkstjórnarhæfileikar, hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund eru nauðsynlegir eiginleikar í stafinu.  Einnig er kostur að viðkomandi hafi góða innsýn í starfsemi félagsins.  Æskilegt að viðkomandi hafi yfir að ráða jeppabifreið.  Sveiganleiki varðandi vinnutíma er nauðsynlegur.
Umsóknafrestur er til 28. janúar og skal senda umsóknir á netfangið skuli@utivist.is merktar "Verkstjórn Básum"