Búið er að samþykkja í ríkisstjórn hvernig framlög til Sóknaráætlunar til allra landshluta skiptast í ár. Suðurland fær 103.087.717 í sinn hlut fyrir árið 2016 og er það hækkun um 13,8% frá því árið 2015 þegar 90.586.255 var framlag Suðurlands. 


Byggðastofnun samþykkti í lok árs 2015 hvernig skipting á fjármagni til atvinnuþróunar yrði fyrir árið 2016. Suðurland um fá kr. 26.083.200 úr þessum potti en árið 2015 var hluturinn 24.874.286. Hækkunin er því um 4,5% milli ára.