- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Grunnskólamót HSK 2015 fór fram miðvikudaginn 3. febrúar í íþróttahúsinu Reykholti í Biskupstungum. Keppni hófst kl. 11:00 og til leiks mættu 64 þátttakendur frá þremur grunnskólum á sambandsvæði HSK. Glímt var á þremur dýnulögðum völlum samtímis. Mótsstjóri var Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK og dómarar og annað starfsfólk mótsins komu úr röðum HSK.
Fyrir hönd Hvolsskóla fóru nokkrir keppendur ásamt Ólafi Elí. Óhætt er að segja að þau hafi staðið sig mjög vel og verið skólanum til sóma.
Í keppni hjá stelpum í 5. bekk lenti Svanhvít Stella í þriðja sæti, Lovísa Gylfadóttir í fjórða og Anna Cynthia í því fimmta. Hjá strákum í 5. bekk sigraði Ísak Þorsteinsson, Teitur Vignisson í þriðja og Heiðar Óli í því fimmta.
Hjá stelpum í 6. bekk lenti María Indriðadóttir í þriðja sæti en hjá strákunum sigraði Sindri Sigurjónsson allar sínar glímur og lenti í fyrsta sæti, Veigar Páll lenti í þriðja sæti og Sindri Snær í því fimmta.
Sunna Lind Sigurjónsdóttir sigraði allar sínar glímur í keppni í 7. bekk og varð í fyrsta sæti, Oddný Lilja varð í 3 sæti og Katrín Vignisdóttir í fimmta sæti. Strákarnir í 7. bekk kepptu einnig og urðu þeim Þorsteinn Guðnason og Einar Þór Sigurjónsson í þriðja og fjórða sæti.
Saman í fyrsta og öðru sæti hjá 8. bekk stúlkna voru þær Kolbrá Lóa Ágústsdóttir og Birgitta Saga Jónsdóttir. Strákarnir í 8. bekk þeir Kristján Bjarni Indriðason og Aron Sigurjónsson voru þriðja og fjórða sæti.
Dóróthea Oddsdóttir lenti í öðru sæti hjá 9. bekk stúlkna og þeir Gestur Jónsson og Dagur Þórðarson í fjórða og fimmta sæti.
10. bekkur Hvolskóla sendi svo þær Bóel Rún og Jóhönnu Sóldísi til keppni og lentu þær í fimmta og sjöunda sæti og Gunnar Þorgeir sem endaði í þriðja sæti hjá keppni stráka í 10. bekk.
Að lokum var svo stigakeppni skóla, er í fjórum flokkum, og er veittur bikar fyrir sigur í hverjum flokki.
Þar sigraði Hvolsskóli í 5. – 7. bekk stráka og 8-10. bekk stúlkna.