- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sóknaráætlun Suðurlands er sameiginleg byggðastefna sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi. Hún tekur til allra þátta er varða sjálfbæra byggðaþróun, allt frá umhverfismálum til atvinnuþróunar og menningar. Áætlunin hefur áhrif á áherslur og markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands og hvaða verkefni eru unnin á svæðinu.
Nú er íbúum gefinn kostur á að hafa áhrif á mótun áætlunarinnar fyrir tímabilið 2025-2029. Í haust fór fram ítarleg könnun þar sem íbúar gátu sagt skoðun sína á málaflokkunum þremur:
Könnunin byggir á niðurstöðum vinnufundar sem fram fór á aukaaðalfundi SASS (Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi) í Vestmannaeyjum vorið 2024.
Taktu þátt í könnuninni og hafðu áhrif á framtíð Suðurlands!
Hlekkur á könnunina: https://www.sokn.sass.is
Frekari upplýsingar um Sóknaráætlun Suðurlands má finna á vefsíðu SASS.