- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Föstudaginn 5. febrúar héldu nemendur og starfsfólk í Leikskólanum Örk upp á Dag leikskólans en hann er 6. febrúar ár hvert. Af þessu tilefni voru hengd upp plaggöt á allar deildir leikskólans sem byggð eru á nýrri námskrá Arkarinnar. Anna Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri, færði Arnheiði Dögg Einarsdóttir, formanni fræðslunefndar, nýjan bækling um leikskólann og starfsemi hans sem notaður verður til kynningar m.a. fyrir nemendur í leikskólakennaranámi.