- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Meistaramót Íslands í frjálsum 11-14 ára innanhús fór fram í Kaplakrika um nýliðna helgi. HSK/Selfoss sendu sameiginlegt lið til keppni og er skemmst frá því að segja að þau unnu stigakeppnina með nokkrum yfirburðum. HSK/Selfoss fékk 1.012 stig en liðið í öðru sæti, FH, fékk 568 stig.
Birta Sigurborg Úlfarsdóttir frá Glámu í Fljótshlíð keppti á mótinu og stóð sig afar vel, lenti m.a. í 4. sæti í 60 metra grindahlaupi og 6. sæti í langstökki ásamt því að lenda í 2. sæti í 4x200 m boðhlaupi. Þórdís Ósk Ólafsdóttir stóð sig einnig ljómandi og lenti m.a. í 8. sæti í 800 m hlaupi og 14. sæti í langstökki. Þórdís keppti einnig í 4x200m boðhlaupi og lenti í 3. sæti með sinni sveit.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af sigurliðinu